Fáni Wales

Fáni Wales.

Fáni Wales (velska: Y Draig Goch, „rauði drekinn“) er með rauðan gangandi Evrópudreka á grænum og hvítum feldi. Líkt og með mörg skjaldarmerki er mynd drekans ekki stöðluð og margar útgáfur eru til. Fáninn er ekki hluti af Breska fánanum líkt og fáni Skotlands.

Drekinn stendur fyrir rauða drekann frá Cadwaladr, konung Gwynedd, ásamt litum Túdorættar, grænum og hvítum. Hinrik 7. Englandskonungur notaði þennan fána í orrustunni við Bosworth árið 1485. Eftir orrustuna var fáninn borinn með viðhöfn til Pálskirkjunnar í London. Rauði drekinn var síðan tekinn upp sem skjaldberi skjaldarmerkis Túdorættarinnar og átti að tákna velskan uppruna hennar. Fáninn var gerður að opinberum fána Wales árið 1959. Nokkrar borgir eru með dreka í merki sínu, þar á meðal Cardiff, höfuðborg Wales.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.