Þýski fáninn er þjóðfániÞýskalands. Litir fánans komu fyrst fram 1152 við krýningu Friedrich I (kallaður Barbarossa) til keisara í Frankfurt am Main. Fáni þessi var notaður til 1806, er þýska keisararíkið var lagt niður á valdatíma Napoleons. Á þjóðþinginu í Frankfurt am Main1848 var fáninn aftur tekinn í notkun með orðunum: „Aus Nacht, durch Blut, zum Licht.“ (Úr nóttinni, með blóði, til ljóssins). Seinna var líka sagt: „Svört er nóttin, rautt er stríðið (blóðið), gullin er framtíðin.“
Það má geta þess að Austur-Þýskaland notaði sama fána við stofnun þess lands 1949, en árið 1959 var skjaldarmerki ríkisins bætt í miðju hans, hringlaga merki með hamri og sirkli umkringdu rúgöxum. Við sameiningu landanna beggja 1990 var austur-þýski fáninn lagður niður og núverandi þrílita fáni látinn gilda fyrir sameinað Þýskaland.