Fáni Svartfjallalands

Fáni Svartfjallalands (2004– )

Fáni Svartfjallalands samanstendur af rauðum dúk í gylltum ramma með skjaldarmerki ríkisins í miðjunni. Skjaldarmerki ríkisins er aftur gylltur tvíhöfða örn sem heldur á einskonar kóngastaf í sinni hægri hendi eða kló en þar sem örninn vísar fram í merkinu er hann til vinstri á merkinu og í vinstri kló heldur örninn á krossi sem stendur í kúlu.

Örninn hefur skjöld með mynd af gylltu ljóni á grænu grasi með bláan himinn.

Hæð á móti breidd er 1:2. Skjaldarmerkið er 2/3 hlutar af hæð fánans, eða með öðrum orðum er 1/6 hluti fánans frá neðsta og hæsta punkt skjaldarmerkisins. Gyllti ramminn er 1/10 af hæð fánans.

Fáninn var kosinn í gegn um þingið í Svartfjallalandi 12. júlí 2004. Ný löggjöf um þjóðartákn þar sem reglur um fánann eru settar niður í 5. málsgrein voru settar fram sem liður í undirbúningi fyrir fullt sjálfstæði.

Guli eða gyllti tvíhöfða örninn í skjaldarmerkinu var áður í skjaldarmerkinu í tíð Danilo 2. af Montenegro (1851-1860), sem er litinn sem stofnandi Svartfjallalands sem ríkis. Fáninn var í fyrsta skipti dreginn að hún með formlegum hætti 15. júlí 2004.