Fáni Portúgals er skiptur upp í tvennt með lóðréttri línu sem gengur niður þar sem um 2/5 er gengin á hann með grænum flöt til vinstri, rauðum til hægri og skjaldarmerki landsins um deililínuna. Hlutföll fánans eru 2:3.
Skjaldarmerkið sem er lítillega umbreitt útgáfa af skjaldarmerki konungsættarinnar Braganças sýnir rauðan skjöld skreyttan 7 gylltum kastölum. Græni og rauði liturinn voru settir inn í fánan við lýðveldisbyltinguna þegar konungsættin var sett til hliðar 1910. Fyrir byltinguna var fáni Portúgals blár og hvítur en eftir byltinguna voru þessir litir álitnir hvort tveggja tengjast konungsveldinu og trúarlegum áhrifum og þótti því ekki lengur hæfa.
Í Portúgal sem og almennt kaþólskum löndum er blái liturinn tengdur við Maríu mey. Rauður og grænn voru litirnir sem lýðveldisflokkur landsins hafði borið frá því snemma á seinasta áratug 19. aldar. Eftir afnám konungsveldisins í byltingunni 1910 voru þessi litir því valdir eftir umræðu.
Litirnr fengu þá merkingu umfram þá lýðveldislegu. Grænn er sagður tákna þjóðina en sá rauði fyrir blóð allra þeirra sem barist hafa fyrir föðurlandið. Fáninn tók formlega gildi 30. júni 1911.
Konunglegu portúgölsku litirnir blár og hvítur finnast nú í fána Asoreyja.
Nánar um hlutföll fánans
Fáni Portúgals er einn af fáum þjóðfánum í heiminum sem gerður er upp af lóðréttum flötum í ólíkum stærðum.