Einar var meðlimur í Sjálfstæðisflokknum á yngri árum og var um skeið formaður Týs, deildar Ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi.[1] Hann vann um árabil sem fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu og varð þar einkum kunnur sem stjórnandi Kastljóss. Hann vakti athygli í fréttum og fréttatengdum þáttum fyrir beinskeytt viðtöl sín.[2]
Einar hætti störfum hjá RÚV í janúar 2022 eftir að honum bauðst starf annars staðar.[3] Hann kunngerði í mars sama ár að hann vildi leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum það ár.[4] Einar var kynntur sem borgarstjóraefni Framsóknar í kosningunum þann 10. mars.[5]
Stjórnmálaferill
Í kosningunum vann Framsóknarflokkurinn fjóra borgarfulltrúa en hafði ekki haft neinn eftir síðustu kosningar. Gjarnan var því talað um flokkinn sem sigurvegara kosninganna.[6] Einar tók við af Degi B. Eggertssyni sem borgarstjóri þann 16. janúar 2024.
Einkalíf
Einar er giftur Millu Ósk Magnúsdóttur, aðstoðarmanni heilbrigðisráðherra og fyrrum fréttamanni. Þau eignuðust son árið 2022 en fyrir átti Einar tvær dætur frá fyrra hjónabandi.[7]