Skúli var dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu frá 1984–1996. Hann var frá 1991–1992 varaformaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, síðar framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands frá 1992–1993 og var í stjórn Félagsstofnunar stúdenta frá 1994–1996. Hann var dagskrárgerðarmaður hjá Bylgjunni frá 1996–1998 og dagskrárstjóri Bylgjunnar frá 1998–1999.
Skúli var framkvæmdastjóri innlendra viðburða hjá Reykjavík - menningarborg Evrópu frá 1999–2000, útgáfustjóri hjá Eddu - miðlun og útgáfu frá 2001–2003 og varaformaður stjórnar Þróunarsamvinnustofnunar Íslands frá 2007–2008. Frá 2007–2009 var hann formaður stjórnar Iceland Naturally, formaður Hollvinasamtaka Minnesota-háskóla á Íslandi frá 2007 og frá 2010–2013 í nefnd um eflingu græna hagkerfisins.
Í Alþingiskosningum 2009 var hann kjörinn Alþingismaður fyrir Reykjavíkurkjördæmis suður þangað til að hann datt út af þingi í Alþingiskosningunum 2013 en náði hann kjöri sem varaþingmaður fyrir Reykjavíkurkjördæmis norður. Hann sat í Heilbrigðisnefnd frá 2009–2010, var formaður iðnaðarnefnd frá 2009–2010, í menntamálanefnd frá 2009–2011, formaður þess frá 2010–2011, í umhverfisnefnd 2010–2011, frá 2010–2011 í viðskiptanefnd, í allsherjar- og menntamálanefnd frá 2011–2013 og var í efnahags- og viðskiptanefnd frá 2011–2013. [1]