Bítlarnir

The Beatles
Bítlarnir árið 1964. Að ofan eru John Lennon og Paul McCartney, og að neðan eru George Harrison og Ringo Starr
Bítlarnir árið 1964. Að ofan eru John Lennon og Paul McCartney, og að neðan eru George Harrison og Ringo Starr
Upplýsingar
UppruniLiverpool, England
Ár1960–1970
Stefnur
Útgáfufyrirtæki
Fyrri meðlimir
Vefsíðathebeatles.com

Bítlarnir (enska: The Beatles) voru ensk rokkhljómsveit sem var stofnuð árið 1960 í borginni Liverpool. Meðlimir hennar voru lengst af John Lennon (gítar/söngur), Paul McCartney (bassagítar/söngur), George Harrison (gítar), og Ringo Starr (trommur). Hljómsveitin er í hópi þeirra vinsælustu og áhrifamestu sem uppi hafa verið.[1] Sveitin á rætur að rekja til hljómsveitarinnar The Quarrymen, sem John Lennon stofnaði árið 1956.

Bítlarnir eru söluhæsta hljómsveit allra tíma, með áætlaða 600 milljón eintaka sölu á heimsvísu.[2][3] Þeir eru vinsælasta hljómsveit sögunnar miðað við bandaríska Billboard-lista[4] og eiga metið yfir flestar plötur í fyrsta sæti Breska hljómplötulistans (15), flest lög í fyrsta sæti á Billboard Hot 100-listanum (20), og flestar smáskífur seldar í Bretlandi (21,9 milljónir). Hljómsveitin vann til fjölda verðlauna, þar á meðal sjö Grammýverðlaun, fjögur Brit-verðlaun, Óskarsverðlaun (fyrir bestu frumsömdu tónlist í heimildamyndinni Let It Be) og fimmtán Ivor Novello-verðlaun. Þeir fengu inngöngu í Frægðarhöll rokksins árið 1988 og hver og einn meðlimur hljómsveitarinnar fékk þar inngöngu á milli 1994 og 2015. Árin 2004 og 2011 voru þeir á toppi lista Rolling Stone yfir 100 bestu tónlistarmenn allra tíma. Tímaritið Time setti þá á lista yfir 100 mikilvægustu einstaklinga 20. aldar.

Saga

Árið 1957 gekk Paul McCartney til liðs við hljómsveitina The Quarrymen. Það sama gerði George Harrison árið 1958. Seinna gengu Stuart Sutcliffe og Pete Best til liðs við hana. Hljómsveitin gekk undir ýmsum nöfnum næstu árin, til dæmis „Johnny and the Moondogs“, „The Silver Beetles“ og „The Beetles“ þar sem þeir fengu innblásturinn frá hljómsveit Buddy Holly, The Crickets. Vorið 1960 voru hljómsveitarmeðlimir farnir að kalla sig Bítlana (The Beatles). Í umfjöllun íslenskra dagblaða var tekið að íslenska nafn sveitarinnar eftir að þeir slógu í gegn á heimsvísu 1963 og nota það í samsetningum eins og „bítilæði“. Orðið varð á íslensku (eins og sambærileg orð í öðrum málum) að hugtaki sem lýsti ákveðinni tísku í tónlist, klæðaburði og hárgreiðslu, og talað um tilteknar hljómsveitir eins og „hina færeysku bítla“ eða „hina íslensku bítla“. Árið 1960 fóru Bítlarnir til Hamborgar þar sem Stuart Sutcliffe lést af heilahristingi. Þar kynntust þeir Ringo Starr sem spilaði með hljómsveitinni Rory Storm and the Hurricanes, en átti eftir að koma í staðinn fyrir Pete Best árið 1962.

Merki Bítlanna.

Í upphafi voru Bítlarnir aðeins ein af mörgum skiffle-hljómsveitum í Liverpool, en tónlist þeirra þroskaðist og þegar þeir slógu í gegn snemma á sjöunda áratugnum spiluðu þeir nýstárlega kraftmikla popptónlist. Fyrsta breiðskífan þeirra Please Please Me kom út árið 1963 og tónlist þeirra hélt áfram að þróast allt þar til yfir lauk 10. apríl 1970. Það ár kom síðasta plata þeirra, Let It Be, út, en samstarfi þeirra var þá þegar lokið og upptökurnar voru gamlar. Margir segja að Yoko Ono, kona John Lennons hafi valdið því að Bítlarnir hættu, en þá var löngu fyrr komin þreyta í samstarf þeirra, sem breyttist eftir andlát umboðsmannsins Brian Epstein 1967, og meðlimum langaði að snúa sér að öðrum verkefnum.[5]

Allt frá því að fyrsta platan kom út árið 1963 fram að þeirri síðustu árið 1970, voru meðlimir hljómsveitarinnar fjórir: John Lennon spilaði á gítar og söng, en spilaði líka á munnhörpu eins og heyrist á Laginu „Love Me Do“, á fyrstu plötunni; Paul McCartney spilaði á bassa, söng og lék einstaka sinnum á gítar; George Harrison spilaði á gítar, söng stöku sinnum og spilaði einu sinni á sítar á „Norwegian Wood“ á plötunni Rubber Soul; og Ringo Starr (Richard Starkey) lék á trommur og söng örfá lög. Ýmsir aðilar sem tengdust hljómsveitinni hafa verið nefndir „fimmti Bítillinn“, oftast umboðsmaðurinn Brian Epstein eða framleiðandinn George Martin sem báðir höfðu mikil áhrif á tónlist og ímynd Bítlanna. Langflest lög sveitarinnar voru samin af tvíeykinu Lennon/McCartney. Paul McCartney og Yoko Ono (síðari eiginkona John Lennon) hafa átt í deilum vegna þess að Paul hefur viljað breyta skráningu laganna sem hann samdi í McCartney/Lennon.

Bítlaæðið braust út í kjölfar útgáfu fyrstu plötu þeirra í Bretlandi árið 1963. Snemma árs 1964 komu Bítlarnir fram í sjónvarpsþættinum The Ed Sullivan Show í Bandaríkjunum. Í kjölfarið fór bítlaæðið eins og eldur í sinu um heiminn. Þá fengu þeir viðurnefnið „The Fab Four“ („frábæra fereykið“). Þegar Bítlarnir voru í Bandaríkjunum sagði John Lennon í viðtali að sveitin væri „stærri en Jesús“ og vakti það svo mikla hneykslan að plötur þeirra voru brenndar. Brian Epstein, umboðsmaður þeirra, þurfti að biðja John Lennon um að biðjast afsökunar.

Bítlarnir gerðu tilraunir með hugvíkkandi lyf eins og LSD á sjöunda áratugnum og gáfu út plötur sem unnar voru undir áhrifum þeirra. Þar ber helst að nefna Magical Mystery Tour sem varð efni í kvikmynd, og Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band sem var hluti af sýrurokksæðinu á sjöunda áratugnum.

Hljómsveitin gerði einnig nokkrar kvikmyndir. Sú fyrsta nefndist Bítlarnir, eða A Hard Day's Night á móðurmálinu, og í kjölfarið fylgdu Help!, Magical Mystery Tour, heimildarmyndin Let It Be og teiknimyndin Yellow Submarine, sem Bítlarnir komu nánast ekkert nálægt.

Árið 2023 var síðasta lag Bítlanna, „Now and Then“, gefið út með aðstoð gervigreindar. John Lennon hafði sungið lagið inn á upptöku mörgum áratugum fyrr.[6][7]

Útgefið efni

Breiðskífur

Smáskífur

  • „My Bonnie“ (1962)
  • „Love Me Do“ (1962)
  • „Please Please Me“ (1963)
  • „From Me To You“ (1963)
  • „She Love's You“ (1963)
  • „I Want To Hold Your Hand“ (1963)
  • „The Beatles Christmas Record“ (1963)
  • „Sweet Georgia Brown“ (1964)
  • „Cry For A Shadow“ (1964)
  • „Can't Buy Me Love“ (1964)
  • „Ain't She Sweet“ (1964)
  • „A Hard Day's Night“ (1964)
  • „I Feel Fine“ (1964)
  • „If I Fell“ (1964)
  • „Another Beatles Christmas Record“ (1964)
  • „Ticket To Ride“ (1965)
  • „Help !“ (1965)
  • „Day Tripper“ (1965)
  • „The Beatles Third Christmas Record“ (1965)
  • „Paperback Writer“ (1966)
  • „Eleanor Rigby“ (1966)
  • „Pantomime: Everywhere It's Christmas“ (1966)
  • „Strawberry Fields Forever“ (1967)
  • „All You Need Is Love“ (1967)
  • „Hello, Goodbye“ (1967)
  • „Christmas Time (Is Here Again)“ (1967)
  • „Lady Madonna“ (1968)
  • „Hey Jude“ (1968)
  • „The Beatles Sixth Christmas Record“ (1968)
  • „Get Back“ (1969)
  • „Ballad Of John And Yoko“ (1969)
  • „Something“ (1969)
  • „The Beatles Seventh Christmas Record“ (1969)
  • „Let It Be“ (1970)

Kvikmyndir

Leiknar

Valdar heimildamyndir og tónleikaupptökur

Tilvísanir

  1. Arnar Eggert Thoroddsen (8.2.2019). „Af hverju urðu Bítlarnir svona ótrúlega vinsælir?“. Vísindavefurinn.
  2. Siggins, Gerard (7. febrúar 2016). „Yeah, Yeah, Yeah! Rare footage of the Beatles's Dublin performance“. Irish Independent. Afrit af uppruna á 9. nóvember 2019. Sótt 1. desember 2017.
  3. Hotten, Russell (4. október 2012). „The Beatles at 50: From Fab Four to fabulously wealthy“. BBC News. Afrit af uppruna á 12. mars 2013. Sótt 28. janúar 2013.
  4. „Greatest of All Time Artists“. Billboard. Sótt 21. mars 2023.
  5. Drew Wardle (24. maí 2021). „Did Yoko Ono break up The Beatles?“. Far Out.
  6. The Beatles announce release date for last song Now and Then Blabbermouth.net, 26/10 2023
  7. „Nýtt bítlalag gefið út í næstu viku“. mbl.is. 26. október 2023. Sótt 27. október 2023.

Tenglar

Read other articles:

Часть серии статей о Холокосте Идеология и политика Расовая гигиена · Расовый антисемитизм · Нацистская расовая политика · Нюрнбергские расовые законы Шоа Лагеря смерти Белжец · Дахау · Майданек · Малый Тростенец · Маутхаузен ·&...

 

Pulau Palawan Palawan adalah pulau terbesar kelima dan pulau terpadat kesepuluh di Filipina, dengan total populasi 994.101 menurut sensus 2020. Pulau ini merupakan pulau utama dan terbesar di Provinsi Palawan. Pantai barat laut pulau ini berada di sepanjang Laut Tiongkok Selatan, sedangkan pantai tenggara berbatasan dengan bagian utara Laut Sulu. Pulau ini dianggap sebagai pulau yang terbelakang di Filipina. Satwa liar yang melimpah, hutan pegunungan, dan pantai berpasir putih menarik banyak ...

 

14SiSilikonSepotong silikon yang telah dimurnikan Garis spektrum silikonSifat umumNama, lambangsilikon, SiPengucapan/silikon/[1] Alotroplihat alotrop silikonPenampilankristalin, reflektif dengan muka berwarna kebiruanSilikon dalam tabel periodik 14Si Hidrogen Helium Lithium Berilium Boron Karbon Nitrogen Oksigen Fluor Neon Natrium Magnesium Aluminium Silikon Fosfor Sulfur Clor Argon Potasium Kalsium Skandium Titanium Vanadium Chromium Mangan Besi Cobalt Nikel Tembaga Seng Gallium...

This article is about a radio station. For other uses, see Writ (disambiguation). Radio station in Milwaukee, WisconsinWRIT-FMMilwaukee, WisconsinBroadcast areaGreater MilwaukeeFrequency95.7 MHz (HD Radio)Branding95.7 BIG FMProgrammingFormatClassic hitsAffiliationsPremiere NetworksOwnershipOwneriHeartMedia, Inc.(iHM Licenses, LLC)Sister stationsWISN, WKKV-FM, WMIL-FM, WOKY, WRNWHistoryFirst air dateMay 10, 1961; 62 years ago (1961-05-10)Former call signsWMIL-FM (1961–1971)...

 

Eyalet di AnatoliaEyalet di Anatolia - LocalizzazioneL'eyalet di Anatolia nel 1609 Dati amministrativiNome completoEyalet-i Anadolu Lingue ufficialiturco ottomano Lingue parlateturco ottomano, arabo CapitaleBursaAnkaraKütahya Dipendente daImpero ottomano PoliticaForma di StatoEyalet Forma di governoEyalet elettivo dell'Impero ottomano Capo di StatoSultani ottomani Nascita1393 Fine1827 Territorio e popolazioneBacino geograficoPenisola anatolica Territorio originaleTurchia Massima estensione17...

 

Brusio Lambang kebesaranNegaraSwissKantonGraubündenDistrikBerninaLuas[1] • Total46,3 km2 (17,9 sq mi)Ketinggian780 m (2,560 ft)Populasi (Kesalahan: waktu tidak sah.[2]) • Total1,123 • Kepadatan24/km2 (63/sq mi)Kode pos7743Kode area telepon3551PermukimanViano, Cavaione, Campocologno, Campascio, Miralago, ZalendeDikelilingi olehBianzone (IT-SO), Chiuro (IT-SO), Grosotto (IT-SO), Poschiavo, Teglio (IT-SO), Ti...

Overview about the positions of rugby league A rugby league team consists of 13 players on the field, with 4 substitutes on the bench. Each of the 13 players is assigned a position, normally with a standardised number, which reflects their role in attack and defence, although players can take up any position at any time. Players are divided into two general types, forwards and backs. Forwards are generally chosen for their size and strength. They are expected to run with the ball, to attack, ...

 

追晉陸軍二級上將趙家驤將軍个人资料出生1910年 大清河南省衛輝府汲縣逝世1958年8月23日(1958歲—08—23)(47—48歲) † 中華民國福建省金門縣国籍 中華民國政党 中國國民黨获奖 青天白日勳章(追贈)军事背景效忠 中華民國服役 國民革命軍 中華民國陸軍服役时间1924年-1958年军衔 二級上將 (追晉)部队四十七師指挥東北剿匪總司令部參謀長陸軍�...

 

American and Canadian football player and coach, sports executive American football player Jim FinksNo. 7Position:QuarterbackPersonal informationBorn:(1927-08-31)August 31, 1927St. Louis, Missouri, U.S.Died:May 8, 1994(1994-05-08) (aged 66)Metairie, Louisiana, U.S.Height:5 ft 11 in (1.80 m)Weight:180 lb (82 kg)Career informationHigh school:Salem (IL)College:TulsaNFL draft:1949 / Round: 12 / Pick: 116Career history As a player: Pittsburgh Steel...

Regional unit in GreeceLarissa Περιφερειακή ενότηταΛάρισαςRegional unitMunicipalities of LarissaLarissaLarissa within Greece Coordinates: 39°40′N 22°30′E / 39.667°N 22.500°E / 39.667; 22.500CountryGreeceAdministrative regionThessalySeatLarissaArea • Total5,381 km2 (2,078 sq mi)Population (2021)[1] • Total268,963 • Density50/km2 (130/sq mi)Time zoneUTC+2 (EET) •...

 

Pie with meat filling Meat pieChicken and rabbit meat pieTypeSavory pieMain ingredientsMeat, pastry  Media: Meat pie Australian meat pie with tomato sauce A meat pie is a pie with a filling of meat and often with other savory ingredients. They are found in cuisines worldwide. Meat pies are usually baked, fried, or deep fried to brown them and develop the flavour through the Maillard reaction.[1] Many varieties have a flaky crust due to the incorporation of butter to develop a...

 

Disambiguazione – Se stai cercando la Santa Sede di Magonza, vedi Diocesi di Magonza. Gli emblemi della Santa Sede L'emblema della Santa Sede ha dato origine allo stemma della Città del Vaticano; durante la sede vacante viene sostituito dalla basilica. La Santa Sede (o Sede Apostolica) è la sede episcopale di Roma e, in virtù del primato apostolico romano vigente nel diritto canonico, l'ente e il soggetto giuridico di diritto internazionale preposto al governo della Chiesa cattolica. In...

Royal Air Force air marshal (1888–1953) Sir Wilfrid Rhodes FreemanSir Wilfrid FreemanBorn(1888-07-18)18 July 1888Died15 May 1953(1953-05-15) (aged 64)AllegianceUnited KingdomService/branchBritish Army (1908–18)Royal Air Force (1918–42)Years of service1908–42RankAir Chief MarshalCommands heldVice-Chief of the Air Staff (1940–42)RAF Staff College, Andover (1933–35)RAF Leuchars (1928–29)Central Flying School (1925–27)No. 2 Flying Training School (1920–22)No. 2 Group (...

 

American racing driver (1909–1946) George RobsonRobson at Indianapolis in 1946BornGeorge Robson(1909-02-24)February 24, 1909Newcastle-upon-Tyne, Northumberland, EnglandDiedSeptember 2, 1946(1946-09-02) (aged 37)Atlanta, Georgia, U.S.Championship titlesMajor victories Indianapolis 500 (1946)Champ Car career22+ races run over 5 yearsBest finish2nd (1946)First race1938 Syracuse 100 (Syracuse)Last race1946 Atlanta 100 (Lakewood)First win1946 Indianapolis 500 (Indianapolis)Last win1946 Dayt...

 

NewgroundsURLhttps://www.newgrounds.com/ EponimNeo Geo Tipesitus web, perusahaan internet, online art gallery dan user-generated content platform BahasaInggrisBerdiri sejakJuli 12, 1995Lokasi kantor pusatGlenside dan Cheltenham Township NegaraAmerika Serikat Peringkat Alexa2.659 (29 November 2017) Newgrounds adalah situs web dan perusahaan hiburan yang didirikan oleh Tom Fulp pada tahun 1995. Situs ini menampung konten buatan pengguna seperti permainan, film, audio, dan komposisi karya seni d...

Voce principale: Guerra d'Etiopia. Offensiva di De Bonoparte della Guerra di EtiopiaEmilio De Bono all'inizio della Guerra d'EtiopiaData3 ottobre - 17 dicembre 1935(75 giorni) LuogoConfini tra Etiopia ed Eritrea, provincia del Tigrè EsitoVittoria italiana Schieramenti Italia Impero d'Etiopia ComandantiEmilio De Bonoras Sejum Mangasciàdejazmach Haile Selassie Gugsa Effettivicirca 125.000circa 15.500 Voci di battaglie presenti su Wikipedia Manuale V · D · MGuerra d...

 

Crime StoryPoster filmSutradaraAdam LipsiusProduserTara AnsleyAlex MaceKris WynneDitulis olehAdam LipsiusPemeranRichard DreyfussMira SorvinoDistributorSaban Films[1]Paramount Home Entertainment[2]Tanggal rilis 13 Agustus 2021 (2021-08-13) NegaraAmerika SerikatBahasaInggris Crime Story[3] (sebelumnya berjudul The Last Job[4] dan Reckoning)[5] adalah film cerita seru drama kejahatan Amerika tahun 2021 yang ditulis dan disutradarai oleh Adam Lipsius d...

 

Slovenian cycling team BTC City LjubljanaTeam informationUCI codeBTCRegisteredSloveniaFounded2010 (2010)Disbanded2019Discipline(s)RoadStatusNational (2010–2013)UCI Women's Team (2014–2019) BicyclesScottKey personnelGeneral managerGorazd PenkoTeam name history2010–201220132014–2019Klub Polet GarminE. Leclerc Klub PoletBTC City Ljubljana BTC City Ljubljana (UCI team code: BTC) was a professional cycling team based in Slovenia, which competed in elite road bicycle racing events such...

هذه المقالة يتيمة إذ تصل إليها مقالات أخرى قليلة جدًا. فضلًا، ساعد بإضافة وصلة إليها في مقالات متعلقة بها. (أبريل 2019) توني هيكس (بالإنجليزية: Tony Hicks)‏    معلومات شخصية اسم الولادة (بالإنجليزية: Anthony Christopher Hicks)‏  الميلاد 16 ديسمبر 1945 (79 سنة)[1]  مواطنة الولايات المتح�...

 

Хоккей на траве на Олимпийских играхТурниры 1908 1912 1920 1924 1928 1932 1936 1948 1952 1956 1960 1964 1968 1972 1976 1980 (мужчины, женщины) 1984 (мужчины, женщины) 1988 (мужчины, женщины) 1992 (мужчины, женщины) 1996 (мужчины, женщины) 2000 (мужчины, женщины) 2004 (мужчины, женщины) 2008 (мужчины, женщины) 2012 (мужчины, женщины...