Björn lagði stund á laganám við Kaupmannahafnarháskóla á sama tíma og Einar Arnórsson og Sveinn Björnsson. Rannsókn sem Björn vann um sögu refsivistar á Íslandi varði hann sem doktorsritgerð í lögfræði, þá fyrstu við Háskóla Íslands.
Björn var að sögn „hógvær vinstri maður, trúr guði sínum, konungi og þjóð“. Björn bauð sig fram fyrir Framsóknarflokkinn í Borgarfjarðarsýslu 1927 en féll fyrir Pétri Ottesen. Björn var lögskilnaðarmaður, þ.e. hann vildi slíta konungssambandinu við Danmörku með samningum.
Heimild
Forsætisráðherrar Íslands. Ólafur Teitur Guðnason Ritstýrði. Bókaútgáfan Hólar. Akureyri 2004.