Víkingur og ÍBÍ léku um fallið í 3. deild. Fyrsta leiknum lauk með 1-1 jafntefli, en í seinni leiknum vann Víkingur 3-0. Ísfirðingar þurftu því að keppa í fjögurra liða úrslitakeppni með sterkustu liðum 3. deildar um sæti að ári.
Nýtt fyrirkomulag var þetta árið vegna stækkunar á efstu deild. Tvö efstu liðin í 2. deild og neðsta liðið úr úrvalsdeildinni léku um tvö laus sæti í efstu deildinni að ári.
Möguleiki var á því að enginn opinber sigurvegari væri í 2. deild. Hefði Keflavík unnið umspilsriðilinn hefði lið sem spilaði ekki einn einasta leik í 2. deild orðið sigurvegari 2. deildar.