Oddur Sigurðsson lögmaður hlaut uppreist æru hjá konungi og deilur hans og Jóhanns Gottrup lauk svo að Jóhanni var gert að skila Oddi aftur jörðum og fjórtán fiskibátum.
12. júlí - Klemens 12. var kjörinn páfi. Hann var 78 ára og sat á páfastóli í nær 10 ár.
5. ágúst - Friðrik prins (síðar Friðrik mikli konungur) Prússlands reyndi að flýja til Englands eftir að hafa yfirgefið prússneska herinn. Hann var fangelsaður í eitt ár og sleppt eftir fyrirgefningu föður síns. Hans Hermann von Katte, lautinant, sem flúði með Friðriki, var tekinn af lífi.