Þingkosningar í Bretlandi 1997 voru haldnir þann 1. maí en kosið var um 659 þingsæti í neðri deild breska þingsins. Undir stjórn Tony Blair gekk Verkamannaflokkurinn til sigurs eftir 18 ára tímabil í stjórnarandstöðu. Sigurinn var stór: flokkurinn náðu 419 sætum, sem er stærsti fjöldi sæta flokkurinn hafði nokkurn tíma fengið. Tony Blair var forsætisráðherra Bretlands til ársins 2007 þegar hann sagði af sér.
Aðdragandi
Efnahag Bretlands hafði verið í samdrætti á tíma kosninganna árið 1992 þegar Íhaldsflokkurinn sigraði. Þó að ástandið batnaði árið eftir var flokkurinn ekki í miklum metum varðandi efnahagsstefnu sína. Árið 1994 var Tony Blair kosinn til leiðtoga Verkamannaflokksins en hann kom flokknum í pólitíska miðju. Hann afnam grein í stjórnarskrá flokksins sem hvatti til þjóðvæðingar iðnaðarins. Í stefnuyfirlýsingu flokksins var greint frá nýju stefnum þeirra, en saman nefndust þær „New Labour“.
Fyrrverandi forsætisráðherrann John Major tilkynnti þann 17. mars1997 að kosningarnir yrðu haldnir þann 1. maí. Þetta þýddi að framboðstíðin var frekar löng, en hún stóð yfir í sex vikur. Íhaldsflokknum gekk illa í skoðunarkönnunum en í herferð Verkamannaflokksins var lögð áhersla á klofningum í Íhaldsflokknum. Stefnur þeirra, sem voru ekki svo vinstrisinnaðar og venjulega, löðuðu marga íhaldssama kjósendur að flokknum. Frjálslyndum demókrötum gekk mjög illa í kosningunum árið 1992, en fall Íhaldsflokksins reyndist þeim vel árið 1997.
Niðurstaða
Verkamannaflokkurin vann stórsigur með stærsta þingmeirihlutann sinn frá upphafi (179 þingsæti). Þeir lofuðu nýju tímabili velgengni, en stefnur, herferð og jákvæðni flokksins voru það sem kjósendurna langaði í. Niðurstaða Íhaldsflokksins var sú versta frá 1832, en þeir töpuðu næstum öllum sætum sínum í Skotlandi og Wales. Frjálslyndir demókratar tvífölduðu þingsæti sín í 46.
Kosningarnir merktu upphaf Verkamannastjórnar sem endaðist í 13 ár, þangað til samsteypustjórn Íhaldsflokksins og Frjálslyndra demókrata var mynduð eftir árið 2010.