Þingkosningar í Bretlandi 2015

Þingkosningar í Bretlandi 2015 voru haldnir þann 7. maí þegar kosið var um 650 þingsæti í neðri deild breska þingsins. Íhaldsflokkurinn náði hreinum meirihluta, sem svarar til 331 þingsætis.[1] Skoski þjóðarflokkurinn tryggði sér stórsigur í Skotlandi, en þeir fengu 56 af 59 þingsætum þar.[2] Verkamannaflokknum gengi töluvert verr en kannanir ýjuðu að, og Frjálsyndir demókratar töpuðu næstum öllum þingsætum sínum.

Í kjölfar kosninganna sögðu leiðtogar þriggja flokka af sér: Ed Miliband (Verkamannaflokkurinn), Nick Clegg (Frjálslyndir demókratar) og Nigel Farage (Breski þjóðarflokkurinn (UKIP)).[3]

Aðdragandi

Í aðdraganda kosninganna nutu Íhaldsflokkurinn og Verkamannaflokkurinn mests fylgis en áhrif smærri flokka á borð við Breski þjóðarflokkurinn (UKIP), Græningjaflokkurinn og Skoski þjóðarflokkurinn jukust töluvert. Talið var að Skoski þjóðarflokkurinn væri í lykilstöðu þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, en gert var ráð fyrir að flokkurinn sigri næstum öll sæti í Skotlandi. Leiðtogi Verkamannaflokksins Ed Miliband sagði að flokkurinn ætlaði ekki að mynda samsteypustjórn með öðrum flokkum, en Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins lýsti yfir vilja sínum að vinna með öðrum flokkum.[4]

Leiðtogar flokkanna tóku þátt í þremur sjónvörpuðum kappræðum í annað skiptið. Síðasta kappræðan var sýnt á BBC en þáverandi forstætisráðherra David Cameron og aðstoðarforsætisráðherra Nick Clegg tóku ekki þátt.[5]

Heimildir

  1. „Útlit fyrir sigur Íhaldsflokksins“. Vísir. Sótt 8. maí 2015.
  2. „Vekur upp fjölda spurninga“. Morgunblaðið. Sótt 8. maí 2015.
  3. „Clegg, Farage og Miliband segja af sér“. Vísir. Sótt 8. maí 2015.
  4. „Sturgeon stefnir í lykilstöðu“. Vísir. Sótt 6. maí 2015.
  5. „Leiðtogar bresku stjórnarandstöðunnar tókust á í sjónvarpssal“. Vísir. Sótt 6. maí 2015.
  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.