Thurgood Marshall (2. júlí 1908 – 24. janúar 1993) var bandarískur lögmaður og baráttumaður borgaralegra réttinda, sem starfaði innan Hæstarétts Bandaríkjanna frá október 1967 fram í október 1991. Marshall var jafnframt fyrsti einstaklingurinn af afrískum uppruna til að gegna þar embætti dómara.
Ferill Thurgood Marshall hófst eftir útskrift hans úr lögfræðinni. Hann settist að í Baltimore og stofnaði þar sína fyrstu lögfræðistofu. Að því loknu tók við 25 ára samstarf hans við National Association for the Advancement of Colored People (NAACP) árið 1934 með því að veita samtökunum aðstoð í máli gegn lögfræðiskóla sem sakaður hafði verið um að hafa neitað námsmanni inngöngu í skólann vegna þess að hann var hörundsdökkur. Málið er í dag þekkt sem Murray gegn Pearson. Tveimur árum síðar, eftir að Marshall tókst að vinna þetta tiltekna mál, var hann gerður að meðlimi samtakanna þar sem hann fékk stöðu sína sem einn af helstu starfsmönnum ríkisdeildarinnar.
Murray gegn Pearson
Thurgood Marshall var lögmaður Donald Gaines Murray í máli hans. Þar sem lögfræðiskólinn í Maryland fylki neitaði að taka inn hörundsdökka nemendur, neyddust þeir nemendur sem voru dökkir á hörund og vildu læra lögfræði, því til þess að gera slíkt í menntaskólanum Morgan College, The Princess Anne akademíunni, eða fara yfir í ríki þar sem háskólar tóku vel á móti öllum, óháð húðlit. Thurgood Marshall vann málið með því að notast við aðferð sem hönnuð var af Nathan Margold. Með því að notaðist við aðferðafræði Margold, gat Marshall fært rök fyrir að lögin sem þá voru í gildi hjá lögfræðiskóla Maryland væru ekki í samræmi við núverandi lög um jafnrétti milli hvítra og hörundsdökkra og að þessi aðskilnaður innan háskólans var ekki fullstyrktur. Sambærilegt atvik átti sér stað í dómsmálinu Plessy gegn Ferguson. Ríkið tapaði málinu þar sem háskólann skorti gögn til að sanna afstöðu sína í málinu. Einnig hafði það stangast á við lögin sem samin voru í þeim tilgangi að verja rétt allra manna til menntunar, þrátt fyrir kynþátt þeirra.
Önnur dómsmál sem Marshall átti aðild að í Hæstarétti Bandaríkjanna eru Chambers gegn Flórída, Sweatt gegn Painter og McLaurin gegn ríkisstjórnarmönnum Oklahoma. Þó er eitt af hans allra þekktustu málum líkt og áður hefur komið fram Brown gegn Menntamálaráðuneyti Topeka þar sem þetta var enn eitt málið sem var unnið út frá Plessy gegn Ferguson dómsmálinu.
Vinasamband Thurgoods og Hoover
Thurgood Marshall og J. Edgar Hoover mynduðu vinasamband sín á milli og nýtti Marshall sér það í baráttunni fyrir málstað hörundsdökkra. Samband þeirra átti einnig að styrkja bandalagið milli NAACP og Bandarísku alríkislögreglunnar en til þess þurfti Marshall að hrósa Hoover fyrir allt sem hann gerði tengt baráttu jafnrétti hörundsdökkra. Á sama tíma fordæmdi Marshall jafnréttisbaráttumanninn T.R.M Howard til að þóknast Hoover eftir að Howard fordæmdi Hoover og alríkislögregluna fyrir að mistakast að hafa uppi á morðingjunum í máli George W. Lee og Emmett Till. Tveimur árum síðar var Marshall hins vegar fenginn til að halda ræðu á fundinum Regional Council of Negro Leadership í Mound Bayou áður en dómurinn í máli Brown gegn Menntamálaráðuneyti Topeka hafði verið staðfestur. Marshall hætti því við að halda ræðuna til þess að eiga ekki á hættu á að tapa málinu og tapa þannig vinaskap sínum við Hoover.
Marshall lést af hjartabilun á sjúkrahúsinu National Naval Medical Center í Bethesda í Maryland þann 23. janúar 1993, þá 84 ára að aldri. Eftir að hafa verið lagður til hvílu innan byggingu Hæstaréttar Bandaríkjanna, var hann jarðsettur í kirkjugarðinum í Arlington. Hann lætur eftir sig sína seinni eiginkonu og tvo syni þeirra.
Tilvísanir
↑Andrew Hartman (2019). A War for the Soul of America: A History of the Culture Wars. The University of Chicago Press. bls. 104-105.