Svanborg Rannveig Jónsdóttir

Svanborg Rannveig Jónsdóttir
Fædd7. febrúar 1953
Fljót í Skagafirði
StörfPrófessor í listum og skapandi starfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Svanborg Rannveig Jónsdóttir (f. 7. febrúar 1953) er prófessor í listum og skapandi starfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Einkalíf

Svanborg er fædd í Fljótum í Skagafirði og er næst yngst 10 barna Jóns Einarssonar vélstjóra (1917-2010) frá Siglufirði og Önnu Halldórsdóttur saumakonu og húsmóður (1913-1978) frá Ísafirði. Systkini Svanborgar eru Svanfríður (f. 1955) hjúkrunarfræðingur og hótelrekandi, Einar (1951) bókari, Ólöf Jónsdóttir (1950) bókari, Lovísa (1949) bókari, Gunnar (1947) vélvirkja- og bifvélavirkjameistari, Þórelfur leikskólakennari (1945-2015), Margrét grunnskólakennari (1944), Halldór Friðgeir (1941) vélvirki og Svana bankastarfsmaður og húsmóðir (1939).

Svanborg er gift Valdimari Jóhannssyni (1951) bónda og eiga þau fimm börn. Börn þeirra eru Jóhann (1974) vélsmíðameistari, Bryndís (1978) grunnskólakennari Anna Sigríður (1981) náttúrufræðingur, Jón Einar (1983) húsasmíðameistari og kennari og Auður Gróa (1990) sálfræðingur.[1]

Ferill

Svanborg lauk landsprófi frá Flensborg í Hafnarfirði, stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina 1973 og kennaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands 1978. Hún lauk diplómu í smíðakennslu við Kennaraháskólann 2001 og MA í menntunarfræðum frá Félagsvísindasvið Háskóla Íslands 2005. Svanborg lauk doktorsnámi í uppeldis- og kennslufræði frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands 2011[2] og snerist rannsókn hennar um nýsköpunarkennslu í íslenskum grunnskólum.[3] Heiti ritgerðarinnar er "The location of innovation education in Icelandic compulsory schools"[4].

Kennsla

Svanborg starfaði frá hausti 1978 sem grunnskólakennari til 2006. Svanborg innleiddi nýsköpunarmennt[5] í Gnúpverjaskóla (síðar Brautarholts- og Gnúpverjaskóli og Þjórsárskóli frá 2004) og hefur verið virkur þátttakandi í þróun þess námssviðs á Íslandi. Svanborg var stundakennari við Kennaraháskólann og síðar HÍ Menntavísindasvið frá 2006 til 2011, lektor frá 2012, dósent frá 2015 og prófessor 2019. Hún hefur kennt ýmis námskeið í uppeldis- og menntunarfræðum með áherslu á nýsköpun, sköpun og listræna nálgun í námi og kennslu. Hún hefur m.a. kennt á endurmenntunarnámskeiðum fyrir starfandi kennara frá 2003 og verið með kynningar, fræðslu og kennslu um nýsköpunarmennt víða á Íslandi og erlendis fyrir kennara, skólastjórnendur, kennaranema, stjórnmálasamtök, almenning og félagasamtök.[2]

Rannsóknir

Rannsóknir Svanborgar hafa einkum snúist um nýsköpunar- og frumkvöðlamennt, skapandi skólastarf, breytingastarf, sameiginlega getu kennara til breytinga, starfstengda sjálfsrýni í kennslu og kennaramenntun (self-study of teaching and teacher education practice S-STTEP) og leiðsögn meistaranema.[6]

Svanborg hefur stýrt tveimur rannsóknarhópum RASKA 1 og RASKA 2[7] sem voru starfandi kennarar sem unnu starfendarannsóknir á eigin starfi þar sem athyglinni var beint að sköpun í námi og kennslu. RASKA 1 (RAnnsókn á SKApandi skólastarfi) fór fram árin 2013-2015. Rannsóknin[8] náði til þriggja kennara á Menntavísindasviði og fimm íslensku- og stærðfræðikennara í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Kennararnir gerðu úttekt á kennslu sinni og skoðuðu hvernig þeir gætu eflt hinn skapandi þátt í framkvæmd skólastarfsins.

RASKA2 hópurinn samanstóð af átta list- og verkgreinakennara á þremur skólastigum, grunn-, framhaldsskóla og háskólastigi, sem rýndu í eigin starfshætti til að greina hvernig þeir unnu að því að efla sköpun í námi nemenda sinna. Rannsóknin fór fram árin 2016-2018.

Samstarf í rannsóknum

  • Sameiginleg hópleiðsögn meistaranema. Rannsóknir á þróun hópleiðsagnar meistaranema ásamt Karen Rut Gísladóttur og Hafdísi Guðjónsdóttur. Rannsóknirnar eru hluti af stöðugri þróun í starfi kennara í kennaramenntun þar sem beitt er aðferðum starfstengdrar sjálfsrýni (e. self-study) til að skilja þróun kennslunnar og til að bæta leiðsögnina. Nokkrir ritrýndir bókarkaflar og greinar hafa verið birtar um afrakstur rannsóknanna m.a. greinin Using Self-study to develop a third space for collaborative supervision of master´s projects in teacher education í tímaritinu Studying Teacher Education: A Journal of Self-Study of Teacher Education Practices, og greinin Að vinna meistaraprófsverkefni í námssamfélagi nemenda og leiðbeinenda Geymt 27 ágúst 2019 í Wayback Machine í tímaritinu Tímarit um uppeldi og menntun.
  • SAM-GETA (CTE – Collective teacher efficacy in a changing world). Rannsókn í íslenskum skólum frá 2010 – 2016. Rannsóknin samGETA[9] gekk út á að skoða hlutverk og getu kennara til að takast á við ný og ómótuð námskrársvið s.s. vísindi og tækni í samfélaginu, menntun til sjálfbærni, nýsköpunarmennt og notkun upplýsingatækni til náms og starfa.
  • Rannsókn á þróun kennaranámskeiðs um kennslu í skóla án aðgreiningar ásamt Karen Rut Gísladóttur og Hafdísi Guðjónsdóttur. Niðurstöður hafa verið birtar í nokkrum bókarköflum og ritrýndum greinum.[10]
  • RASKA 1 og RASKA 2 samstarfsrannsókn kennara í hefðbundnum kennslugreinum á fjórum skólastigum um sköpun í skólastarfi 2013-2015 og list- og verkgreinakennurum 2016-2018.
  • Rannsókn á þróun NFM á Fljótsdalshéraði með Rósu Gunnarsdóttur, niðurstöður m.a. birtar í bókinni The road to independence: Emancipatory pedagogy.
  • Leikum, lærum, lifum, á vegum RannUng[11], starfendarannsókn hóps rannsakenda af Menntavísindaasviði með skólafólki á vettvangi um innleiðingu grunnþátta menntunar. Niðurstöður birtar í bókinni Leikum lærum lifum Geymt 27 ágúst 2019 í Wayback Machine.
  • Rannsókn á nýsköpunar- og frumkvöðlamennt á framhaldsskólastigi í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð, Mennta- og menningarmálaráðuneyti og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti - skýrsla 2013.[12] Tvær greinar, 2013[13] og 2014[14] voru skrifaðar um grundvöll nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar og niðurstöður rannsóknarinnar í samstarfi við Meyvant Þórólfsson, Gunnar E Finnbogason og Jóhönnu Karlsdóttur.
  • Þáttaka í rannsókninni Vilji og veruleiki.[15] Frá 2005-2007 vann rannsóknarhópur við Kennaraháskóla Íslands að rannsókn á námi og kennslu í náttúru-vísindum og tækni í íslenskum skólum.

Félagsstörf og forysta

Svanborg var formaður Ungmennafélags Gnúpverja 1987-89 og tók þátt í starfsemi þjálfunarsamtakanna Jóru um fimm ára bil og sat í stjórn samtakanna í tvö ár. Hún var skólastjóri Gnúpverjaskóla 1991-1992, í stjórn Kennarafélags Suðurlands 1995-1997[16] og sat í stjórn Félags íslenskra smíðakennara um tveggja ára skeið.

Árið 2005 stóð hún að stofnun félags kennara og áhugafólks um nýsköpunarmennt FÍKNF (Félags íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt) – nú FLINK (Félag kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt). Hún var formaður félagsins til 2010. Svanborg stóð að stofnun félags doktorsnema við Menntavísindasvið 2007 og var formaður stjórnar frá stofnun til 2010.

Svanborg var ritstjóri Netlu (ritrýnt veftímarit um uppeldi og menntun) ásamt Torfa Hjartarsyni og Robert Berman 2012-2014.[17] Hún stóð fyrir stofnun Rannsóknarstofu um skapandi skólastarf (RASK[18]) á Menntavísindasviði 2012 og hefur stýrt henni síðan. Svanborg hefur mótað og stýrt kjörsviðinu Nýsköpunarmennt og margbreytileiki[19] í Deild menntunar og margbreytileika á Menntavísindasviði og stjórnar þeim námskeiðum sem tilheyra nýsköpunarmennt á því kjörsviði.

Svanborg stýrði Evrópuverkefninu PEAT-EU (Practical Entrepreneurial Assessment Tool for Europe) 2016-2018.[20]

Samstarf og þátttaka í alþjóðlegum verkefnum

Svanborg hefur verið í samstarfi við ýmsa aðila í menntun m.a. gegnum Evrópuverkefni. Svanborg tók þátt í Evrópuverkefninu MakEY[21]. Verkefnið snerist um börn og notkun stafrænna miðla - heimafyrir og í nýsköpunarsmiðjum eða gerverum (e. makerspaces). Menntavísindasvið Háskóla Íslands tók þátt í MakEY[22] (Makerspaces in the early years: Enhancing digital literacy and creativity). Verkefnið var samstarfsverkefni fjölmargra háskóla og stofnana innan Evrópu og utan, undir forystu Sheffield University í Bretlandi. Nokkrar íslenskar stofnanir tóku þátt í verkefninu ásamt Menntavísindasviði HÍ (HA, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og RG Menntaráðgjöf/INNOENT).

Svanborg stýrði EvrópuverkefninuPEAT-EU (Practical Entrepreneurial Assessment Tool for Europe) sem snerist um að þróa námsmat í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt. Samstarfsaðilar voru frá Spáni, Wales, Svíþjóð og Íslandi. Verkefnið hófst í október 2016 og lauk í október 2018. Afurðir verkefnisins eru birtar á síðunni Entre Assess.[23] Hún var einnig fulltrúi Háskóla Íslands, Menntavísindasviðs í verkefninu Find your inner inventor (2016-2019) sem var samstarf við pólska og tékkneska háskóla.

Svanborg var fulltrúi Menntavísindasviðs í evrópska samstarfsverkefninu ADEPTT[24] sem snerist um að þróa kennslulíkan/námskeið fyrir kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt. Löndin sem áttu fulltrúa í verkefninu eru: Spánn, Portúgal, Flanders, Þýskaland, Wales, Noregur og Ísland. Verkefninu lauk í nóvember 2013.

Námsefni

Svanborg hefur komið að og skrifað námsefni í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt ásamt Rósu Gunnarsdóttur og Erni Daníel Jónssyni: 2007 Tíra – skapandi hugsun, hagnýt nálgun, gefin út af Iðnú, Hún var einnig ráðgjafi fyrir þýðingar á útgáfu Námsgagnastofnunar á námsefninu: Komdu með í uppfinningaferð: Nýsköpunarmennt Geymt 27 ágúst 2019 í Wayback Machine – æfingar 2010 og útgáfu Menntamálastofnunar 2018: Næsta stig, Nýsköpun og frumkvöðlafræði fyrir 7-10 bekk og Vertu þinn eigin yfirmaður, Nýsköpun og frumkvöðlafræði fyrir 5-7 bekk. Bókin The road to independence: Emancipatory pedagogy sem Svanborg skrifaði ásamt Rósu Gunnarsdóttur er hugsuð sem kennslubók um eflandi kennslufræði nýsköpunarmenntar, fyrir kennara og aðra áhugasama um námssviðið.

Helstu ritverk

Doktorsritgerð

Jónsdóttir, S. R. (2011). The location of innovation education in Icelandic compulsory schools. Unpublished Ph.D. thesis. University of Iceland, Reykjavík.

Greinar

Bækur

Bókakaflar

Skýrslur


Heimildir

  1. Svanborg Rannveig Jónsdóttir. About myself. Sótt 27. ágúst 2019
  2. 2,0 2,1 „Svanborg Rannveig Jónsdóttir. Prófessor í listum og skapandi starfi. Ferilskrá“. Sótt 27. ágúst 2019.
  3. Háskóli Íslands. Tækifæri í hindrunum. Sótt 27. ágúst 2019
  4. Skemman. Lokaverkefni (Doktors).Sótt 31. ágúst 2019.
  5. Svanborg R. Jónsdóttir. (2004). Nýsköpun í grunnskóla. Skapandi skóli í tengslum við raunveruleikann Geymt 27 ágúst 2019 í Wayback Machine. Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun.
  6. Svanborg Rannveig Jónsdóttir. Prófessor í listum og skapandi starfi. Ritaskrá. Sótt 27. ágúst 2019
  7. Háskóli Íslands. Hinn skapandi þáttur í námi. Sótt 31. ágúst 2019.
  8. Svanborg R. Jónsdóttir. (2017).Narratives of creativity: How eight teachers on four school levels integrate creativity into teaching and learning.Thinking Skills and Creativity, 24, 127-139.
  9. SamGETA. Trú kennara á sameiginlegri getu kennarahópsins Geymt 27 ágúst 2019 í Wayback Machine. Sótt 31. ágúst 2019.
  10. Bank Street Occasional Paper Series. (2015). Creating meaningful learning opportunities Online. Sótt 31. ágúst 2019.
  11. RannUng Geymt 27 ágúst 2019 í Wayback Machine. Sótt 31. ágúst 2019.
  12. Svanborg R. Jónsdóttir. (2013). Staða nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar á framhaldsskólastigi á Íslandi og mat á þörf skóla og vinnumarkaðar fyrir fólk með slíka menntun Geymt 27 ágúst 2019 í Wayback Machine. Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
  13. Svanborg R. Jónsdóttir, Meyvant Þórólfsson, Gunnar E. Finnbogason og Jóhanna Karlsdóttir. (2013). Rætur nýsköpunarog frumkvöðlamenntar í íslenskum námskrám og skólamálaumræðu Geymt 27 ágúst 2019 í Wayback Machine. Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun. Sérrit 2013 – Fagið og fræðin.
  14. Svanborg R. Jónsdóttir, Meyvant Þórólfsson, Jóhanna Karlsdóttir og Gunnar E. Finnbogason. (2014). Að uppfæra Ísland. Sýn stjórnenda íslenskra framhaldsskóla á nýsköpunar- og frumkvöðlamennt og framkvæmd námssviðsins í námskrárfræðilegu ljósi Geymt 27 ágúst 2019 í Wayback Machine. Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun.
  15. Kennaraháskóli Íslands. (2007). [1] Geymt 25 janúar 2021 í Wayback Machine.
  16. Kennarasamband Íslands. (2016). Gamlar stjórnir KS Geymt 27 ágúst 2019 í Wayback Machine. Sótt 31. ágúst 2019.
  17. Netal. Ritstjórn Netlu frá upphafi Geymt 25 október 2019 í Wayback Machine. Sótt 31. ágúst 2019.
  18. Rannsóknarstofa um skapandi skólastarf Geymt 27 ágúst 2019 í Wayback Machine. Sótt 31. ágúst 2019.
  19. Háskóli Íslands. Kjörsvið: Nýsköpunarmennt og margbreytileiki.
  20. Svanborg Rannveig Jónsdóttir. Prófessor í listum og skapandi starfi. Heim. Sótt 27. ágúst 2019
  21. MakEY. Sótt 31. ágúst 2019.
  22. MakEY. Iceland Geymt 27 ágúst 2019 í Wayback Machine. Sótt 31. ágúst 2019.
  23. Entre Assess. Erasmus+. Sótt 31. ágúst 2019.
  24. ADEPTT TRAINING MODEL eng. Project Number: 2011-1-ES1-LEO05-36404. Project funded by the European Commission through the Spanish NA, OAPEE. Sótt 31. ágúst 2019.