Skroppið til himna

Skroppið til himna
A Little Trip to Heaven
LeikstjóriBaltasar Kormákur
HandritshöfundurBaltasar Kormákur
Edward Martin Weinman
FramleiðandiSigurjón Sighvatsson
Baltasar Kormákur
Leikarar
DreifiaðiliSkífan
FrumsýningFáni Íslands 26. desember, 2006
Lengd86 mín.
Tungumálenska
AldurstakmarkKvikmyndaskoðun: Nokkuð átakanleg dramatísk kvikmynd, ekki laust við togstreitu manna á milli. Í upphafi kvikmyndarinnar er bílslysi gerð nokkuð gróf skil og sjá má mjög illa farið og brennt lík á krufningarborði, sérlega óhugnanlegt, enn fremur má finna fyrir í söguþræðinum heimilisofbeldi, þó er ekkert myndrænt á bakvið það, frekar er slíkt gefið í skyn og liggur því meira á andlegu plani persóna í kvikmyndinni, slíkt gerir þó samskipti manna mjög damatísk. Þegar öllu er á botninn hvolft er það niðurstaða Kvikmyndaskoðunar að kvikmyndin eigi að hljóta 14 ára aldurstakmörk. 14 (kvikmynd) Kvikmyndaskoðun: Nokkuð átakanleg dramatísk kvikmynd, ekki laust við togstreitu manna á milli. Í upphafi kvikmyndarinnar er bílslysi. Við það brennur maður lifandi í flaki bifreiðarinnar með tilheyrandi kvölum sem ekki fer fram hjá áhorfandanum. Þá sést lík hans á krufningarborði, sérlega óhugnanlegt. Enn fremur má finna fyrir í söguþræðinum heimilisofbeldi, þó fáu sé lýst myndrænt á því sviði, fremur gefið í skyn hvað fram fer og er því öðru fremur andleg kúgun. Þessi lýsing er þó þrúgandi og undirstrikar neikvæð samskipti persónanna í milli. Þámá ekki gleyma því siðferðilega efni sem myndirn fjallar um, svik og lygar. Þar er þó niðurstaðan að sök bítur sekan. Kvikmyndin hlaut 14 ára aldurstakmark vegna sýninga í kvikmyndahúsum. Þegar það er metið með tilliti til útgáfu efnisins í myndbands/DVD formi kemur annað tveggja 12 eða 16 ára aldursmörk til álita sökum ákvæða gildandi reglugerðar um skoðun kvikmynda. Með tilliti til framangreindra atriða, efnis og yfirbragðs myndarinnar þykja16 ára aldusmörk eigi við. 16 (myndband)
Ráðstöfunarfé$12,000,000

Skroppið til himna, (en: A Little Trip to Heaven), er kvikmynd, sem tekin er upp á Íslandi og framleidd af Íslendingum, en gerist í Bandaríkjunum. Í kvikmyndinni eru eingöngu bandarískir aðalleikarar. Í stuttu máli fjallar hún um ungt par sem reynir að afla sér peninga með tryggingasvikum og rannsóknarmann, sem reynir að komast að hinu sanna í málinu.

Veggspjöld og hulstur

Brot úr Skroppið til himna

Eins og svo oft á Íslandi er veggspjald myndarinar næstum alveg eins og DVD hulstrið. Hins vegar er alveg nýtt plakat notað í Bandaríkjunum.

Hlekkir

  Þessi kvikmyndagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.