Sigurður Einarsson í Holti

Séra Sigurður Einarsson í Holti (29. október 189823. febrúar 1967) var íslenskur prestur, þingmaður og rithöfundur, ljóðskáld og mikilsvirkur þýðandi.

Æska

Sigurður fæddist á Arngeirsstöðum í Fljótshlíð. Foreldrar hans voru Einar Sigurðsson bóndi á Arngeirsstöðum, ættaður úr Landeyjum, og María kona hans, ættuð úr Fljótshlíð. Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum. Hann vann hörðum höndum til sjós og lands í æsku, en braust síðan til mennta af eigin rammleik, tók stúdentspróf utan skóla í Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1922. Fór í guðfræðideild Háskóla Íslands og brautskráðist þaðan 1926. Sama ár gerðist hann prestur í Flatey á Breiðafirði, og gegndi því embætti í tvö ár.

Framhaldsnám

Árið 1928 sigldi séra Sigurður til framhaldsnáms við Hafnarháskóla og dvaldist þá erlendis um tveggja ára skeið. Og þaðan lá leið hans á ferðalagi til Finnlands, allt austur til Ladogavatns. Eftir heimkomuna 1930 réðist séra Sigurður sem fastur kennari við Kennaraskóla Íslands og hélt því starfi þar til hann varð, eftir hávaðasamar deilur, dósent í guðfræði við Háskóla Íslands 1937. Hann var einnig landskjörinn þingmaður fyrir Alþýðuflokkinn frá 1934 til 1937. Hann lét af embætti sem dósent við Háskóla Íslands 1944 og gerðist næstu tvö árin skrifstofustjóri á Fræðslumálaskrifstofunni.

Flutt að Holti

Árið 1946 fluttist hann svo búferlum úr höfuðstaðnum og gerðist sóknarprestur að Holti undir Eyjafjöllum. Því embætti gegndi hann til dauðadags. Sigurður var einnig tíðindamaður Ríkisútvarpsins frá 1931 til 1937, fréttastjóri sömu stofnunar frá 1937 til 1941 og átti sæti í útvarpsráði frá 1943 til 1947.

Helstu þýðingar Sigurðar

  • Örlaganótt yfir Eystrasaltslöndum, eftir Ants Oras (1955)
  • - og tími er til að þegja, eftir André Maurois (1951)
  • Jörð, eftir Gunnar Gunnarsson (1950)
  • Myndin af Dorian Gray, eftir Oscar Wilde (1949)
  • Drottningin á dansleik keisarans, eftir Mika Waltari (1949)
  • Katrín Mánadóttir, eftir Mika Waltari (1948)
  • Leikhús og helgidómur, eftir Anna Larsen-Björner (1947)
  • Garman og Worse: skáldsaga, eftir Alexander L. Kielland (1946)
  • Worse skipstjóri: skáldsaga, eftir Alexander L. Kielland (1946)
  • Anna Boleyn: drottning Englands, eftir Eucardio Momigliano (1946)
  • Salome, eftir Oscar Wilde (1946)
  • Byron lávarður: ævisaga hins mikla skálds, eftir André Maurois (1944)
  • Undir gunnfána lífsins, eftir Milton Silverman (1943)
  • Talleyrand, eftir Duff Cooper (1943)
  • Babbitt: skáldsaga, eftir Sinclair Lewis (1943)
  • Máninn líður, eftir John Steinbeck (1942)

Helstu frumsömdu verk Sigurðar

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.