Ants Oras (f. í Tallinn 8. desember1900, d. í Gainesville, Florída, 21. desember1982) var eistneskur rithöfundur. Hann lauk prófi í heimspeki frá háskólanum í Tartu og í bókmenntum frá Oxford-háskóla. Hann fékkst við þýðingar og kenndi bókmenntir við háskólana í Helsinki og Tartu til 1943, þegar hann flýði undan nasistum og kommúnistum til Svíþjóðar. Síðar fluttist hann til Bandaríkjanna og varð prófessor í Florída-háskóla í Gainesville. Hann skrifaði fjölda bóka, þar á meðal Örlaganótt yfir Eystrasaltslöndum, sem kom út á íslensku 1955 í þýðingu séra Sigurðar Einarssonar í Holti. Lýsir hún undirokun Eystrasaltsþjóðanna eftir hernám Moskvustjórnarinnar 1940, en í griðasáttmálanum 23. ágúst 1939 höfðu Stalín og Hitler skipt með sér Mið- og Austur-Evrópu og Eystrasaltsríkin fallið í hlut Stalíns.