Pétur Pétursson

Pétur Pétursson

Pétur Pétursson (3. október 1808 - 15. maí 1891) var biskup íslensku Þjóðkirkjunnar frá 1866 til 1889. Hann var fæddur á Miklabæ í Blönduhlíð, sonur Péturs Péturssonar prófasts á Víðivöllum og seinni konu hans, Þóru Brynjólfsdóttur. Hann var einn hinna kunnu Víðivallabræðra; hinir voru Jón Pétursson háyfirdómari og Brynjólfur Pétursson Fjölnismaður.

Pétur og Brynjólfur bróðir hans voru sendir til í tvo vetur náms hjá séra Einari Thorlacius í Goðdölum og seinna á Saurbæ í Eyjafirði og var Jónas Hallgrímsson samnemandi þeirra seinni veturinn. Þeir fóru svo í Bessastaðaskóla. Pétur varð stúdent þaðan 1827 og lauk guðfræðiprófi frá Kaupmannahafnarháskóla 1834. Hann var prestur á Helgafelli og Staðarstað og prófastur í Snæfellsnesprófastsdæmi, og var skipaður forstöðumaður Prestaskólans 1847. Má því segja að hann hafi verið fyrsti stjórnandi íslensks skóla á háskólastigi. Hann var skipaður biskup Íslands 1866 og gengdi því embætti í 23 ár, fékk lausn 16. apríl 1889. Hann var konungkjörinn alþingismaður 1849-1887 og bæjarfulltrúi í Reykjavík 1849-1851 og 1855-1856. Hann samdi líka margar guðsorðabækur.

Fyrri kona hans var Anna Sigríður Aradóttir frá Flugumýri en hún dó 1839 eftir stutt hjónaband. Síðari kona hans var Sigríður Bogadóttir, dóttir Boga Benediktssonar á Staðarfelli og Jarðþrúðar Jónsdóttur. Meðal barna þeirra var Þóra (f.1848).

Heimildir og ítarefni

  • Grímur Thomsen. „Pétur Pétursson“. Merkir Íslendingar 1. bindi. Bókfellsútgáfan, Reykjavík, 1947: bls. 223–227. .

Tenglar

  • „Æviágrip á vef Alþingis“.
  • „Víðivallabræður. Lesbók Morgunblaðsins 27. júní 1998“.
  • Pétur biskup Pétursson; grein í Fjallkonunni 1891
  • Pjetur biskup Pjetursson; Gr. Th., Andvari janúar 1893, bls. 1–11.


Fyrirrennari:
Helgi G. Thordersen
Biskup Íslands
(18661889)
Eftirmaður:
Hallgrímur Sveinsson