Pétur og Brynjólfur bróðir hans voru sendir til í tvo vetur náms hjá séra Einari Thorlacius í Goðdölum og seinna á Saurbæ í Eyjafirði og var Jónas Hallgrímsson samnemandi þeirra seinni veturinn. Þeir fóru svo í Bessastaðaskóla. Pétur varð stúdent þaðan 1827 og lauk guðfræðiprófi frá Kaupmannahafnarháskóla 1834. Hann var prestur á Helgafelli og Staðarstað og prófastur í Snæfellsnesprófastsdæmi, og var skipaður forstöðumaður Prestaskólans 1847. Má því segja að hann hafi verið fyrsti stjórnandi íslensks skóla á háskólastigi. Hann var skipaður biskup Íslands 1866 og gengdi því embætti í 23 ár, fékk lausn 16. apríl 1889. Hann var konungkjörinnalþingismaður 1849-1887 og bæjarfulltrúi í Reykjavík 1849-1851 og 1855-1856. Hann samdi líka margar guðsorðabækur.