Miðaldafræðingar hafa skapað sér vettvang í fræðafélögum og útgáfu tímarita. Í Þýskalandi gefa þeir til dæmis út tímaritið Das Mittelalter.
Heimspekideild Háskóla Íslands býður upp á nám í miðaldafræðum.
Miðaldir í listum
Menning miðalda hefur orðið mörgum listamönnum aflvaki til listsköpunar. Má þar til dæmis nefna William Morris sem sótti til miðalda hugmyndir að listaverkum og bókmenntaverkum. Einnig sótti rómantíska stefnan viðfangsefni og hugmyndir til miðalda.