William Morris (24. mars1834 – 3. október1896) var breskur textílhönnuður, listamaður, rithöfundur og hugsjónamaður. Hann skrifaði og gaf út ljóð, skáldsögur og þýðingar á fornritum og miðaldatextum.
Morris lagði áherslu á varðveita umhverfi fyrir áhrifum af mengun frá iðnaði. Hann hafði mikinn áhuga á germönskum og norrænum fræðum og þýddi ásamt Eiríki Magnússyni margar Íslendingasögur yfir á ensku og endursagði í verkum sínum. Morris hitti Eirík Magnússon árið 1868 og Eiríkur kenndi honum íslensku. Morris gaf út Gunnlaugs sögu Ormstungu og Grettissögu út árið 1869 og Völsungasögu út árið 1870.
Morris samdi mikið af ævintýrasögum sem höfðu áhrif marga breska ævintýrasagnahöfunda eins og Tolkien, C.S. Lewis og James Joyce.
Morris lærði útsaum og þjálfaði konu sína og systur hennar í að sauma út verk sem hann hannaði.
Endurtekið mynstur kemur fyrst fyrir í veggfóðri frá Morris árið 1862 en það var ekki framleitt fyrr en 1864. Árið 1868 hannaði hann fyrstu mynstur sín sérstaklega fyrir efni.
Morris hannaði tvær leturgerðir sem byggðar voru á fyrirmyndum frá miðöldum.