Kristján L. Möller (KLM) |
---|
|
|
|
Í embætti 24. maí 2007 – 2. september 2010 |
Forsætisráðherra | Geir H. Haarde Jóhanna Sigurðardóttir |
---|
Forveri | Sturla Böðvarsson |
---|
Eftirmaður | Ögmundur Jónasson |
---|
|
|
|
|
Fæddur | 26. júní 1953 (1953-06-26) (71 árs)
Siglufjörður |
---|
Maki | Oddný Hervör Jóhannsdóttir (g. 1978) |
---|
Börn | 3 |
---|
Vefsíða | kristjanmoller.is |
---|
Æviágrip á vef Alþingis |
Kristján Lúðvík Möller (f. 26. júní 1953 á Siglufirði) er fyrrverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Hann var alþingismaður Samfylkingarinnar frá 1999-2016. Fyrsta kjörtímabilið sat hann á þingi fyrir Norðurland vestra en frá 2003-2016 fyrir Norðausturkjördæmi. Foreldrar hans eru Helena Sigtryggsdóttir og Jóhann Georg Möller. Kristján er með iðnskólapróf 1971 og íþróttakennarapróf frá 1976. Hann hefur stundað kennslu og starfað að félags- og íþróttamálum.
Kristján var samgönguráðherra 2007-2010.
Kristján ákvað að gefa ekki kost á sér í Alþingiskosningunum 2016.[1]
Fjölskylda
Alma Möller, landlæknir og heilbrigðisráðherra, er systir Kristjáns.[2]
Tenglar
Tilvísanir
- ↑ 13 þingmenn hætta - 6 fyrrverandi ráðherrar Rúv, skoðað 14. september, 2016.
- ↑ „Lítt þekkt ættartengsl - Landlæknir og ráðherra“. DV. 14. mars 2020. Sótt 25. október 2024.