Joseph Conrad

Joseph Conrad (1904)

Joseph Conrad (upphaflega Teodor Józef Konrad Korzeniowski, 3. desember 18573. ágúst 1924) var breskur rithöfundur af pólskum uppruna sem oft er talinn með frumkvöðlum módernismans í bókmenntum. Faðir hans var dæmdur í útlegð með fjölskyldu sinni árið 1861 fyrir þátttöku í uppreisn gegn rússneska keisaradæminu í Varsjá. Þau voru send til Vologda þar sem móðir Conrads lést úr berklum. Faðir hans lést síðan fjórum árum síðar í Kraká og Conrad var fóstraður af frænda sínum til sextán ára aldurs þegar hann gerðist sjómaður. 1878 hóf hann störf á bresku skipi og varð breskur þegn 1887. Sjö árum síðar hætti hann sjómennsku og gerðist rithöfundur. Margar af sögum hans byggja á reynslu hans af sjóferðum um víða veröld.

Bandaríski bókmenntafræðingurinn Edward Said hefur skrifað mikið um túlkanir á bókum hans í samhengi við síðnýlendustefnu (sjá Austurlandahyggja). Hin vinsæla kvikmynd Apocalypse Now er byggð á bók hans Innstu myrkur (e. Heart of Darkness).

Skáldsögur

  • 1895 - Almayer's Folly
  • 1896 - An Outcast of the Islands
  • 1897 - The Nigger of the 'Narcissus' (ísl. þýð. 1949: Svarti stýrimaðurinn)
  • 1899 - Heart of Darkness (ísl. þýð. 1991: Innstu myrkur)
  • 1900 - Lord Jim (ísl. þýð. 1999: Meistari Jim)
  • 1901 - The Inheritors (ásamt Ford Madox Ford)
  • 1902 - Typhoon (ritun hófst 1899) (ísl. þýð. 1946: Hvirfilvindur)
  • 1903 - Romance (ásamt Ford Madox Ford)
  • 1904 - Nostromo (ísl. þýð. 2006: Nostromo)
  • 1907 - The Secret Sharer
  • 1907 - The Secret Agent
  • 1911 - Under Western Eyes
  • 1912 - Freya of the Seven Isles
  • 1913 - Chance
  • 1915 - Victory
  • 1917 - The Shadow Line
  • 1919 - The Arrow of Gold
  • 1920 - The Rescue
  • 1923 - The Nature of a Crime (ásamt Ford Madox Ford)
  • 1923 - The Rover
  • 1925 - Suspense (ólokið, gefin út eftir dauða hans)