Jakob Benediktsson

Sigurður Jakob Benediktsson (20. júlí 1907 - 23. janúar 1999) var forstöðumaður Orðabókar Háskólans, ritstjóri Tímarits Máls og menningar og meðritstjóri af Íslands hálfu fyrir Kulturhistorisk Leksikon. Hann gaf einnig út fjölda rita, þeirra á meðal Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, VII, X og XI bindi. Hann skrifaði einnig mikið sjálfur og munu titlar rita hans vera á sjöunda hundrað. Jakob þýddi einnig fjölmörg verka Halldórs Laxness á dönsku og naut við það verk aðstoðar konu sinnar Grethe Benediktsson (fædd Kyhl)sem var dönsk, fornleifafræðingur að mennt.

Tenglar

  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.