Haukur Halldórsson

Haukur Halldórsson (f. í Reykjavík 4. júlí 1937, d. 30. júlí 2024) var íslenskur myndlistarmaður búsettur í Tönder í Danmörku. Haukur var meðlimur í Ásatrúarfélaginu og helstu viðfangsefni hans í myndlist voru Norræn goðafræði og norður-evrópsk goðafræði, keltnesk goðafræði, þjóðsögur og þjóðtrú. Haukur var fyrst og fremst teiknari, en notaðist við mismunandi miðla: málaði og gerði þrívíð verk og mannvirki. Hann vann einnig að handverki t.a.m. gerð skartgripa, húsgagna og líkana af mannvirkjum. Haukur er t.a.m. höfundur Heimskautsgerðisins á Raufarhöfn og styttunnar af Þór og Þrumuvagninum sem stendur við þjóðveg 1 hjá Vík í Mýrdal. Haukur stundaði sjómennsku og vann við vegagerð á yngri árum. Hann hóf nám við Myndlista- og handíðaskólann í Reykjavík Geymt 21 apríl 2024 í Wayback Machine en hætti í námi án þess að útskrifast árið 1958. Hann hélt áfram námi sínu við Bergenholtz Reklamebureau og Du Point Tegneskole í Kaupmannahöfn frá árinu 1959 til 1961. Auk þess starfaði hann þar sem auglýsingateiknari við hönnun á gluggaútstillingum.

Hann kvæntist Sigrúnu Kristjánsdóttir árið 1965, og eignuðust þau þrjú börn þ. á. m. Gunnhildi Hauksdóttir listakonu (f. 1972).

Listrænn ferill

Haukur byrjaði feril sinn sem auglýsingateiknari, en fór fljótlega út í myndlist[1]. Í fyrstunni teiknaði hann með kolum og varð þekktur fyrir teikningar sínar af tröllum. Fyrsta sýning hans var í Djúpinu - Gallerí Djúpið við Hafnarstræti árið 1978, en það var samsýning ásamt Einari Þorsteini Ásgeirssyni. Fyrsta einkasýning hans var árið 1980 í Gallerí Torg sem rekið var af Jóhanni G. Jóhannsyni. Hann hefur síðan sýnt og ferðast víða um Norðurlönd, Evrópu og Bandaríkin. Hann hefur einnig ferðast víða til að kynna sér listir og handverk m.a. til Kína. Í Bandaríkjunum kynntist hann Navahóum og aðferðum þeirra við að steypa úr sandi (sand casting) sem hann hefur síðan nýtt sér í list sinni.

Myndskreytingar

Haukur Halldórsson myndskreytti fjölda bóka og gaf út spil og leiki, hann er m.a. höfundur Útvegsspilsins sem kom út árið 1977 og var endurútgefið árið 2020, þá er teiknaði hann spilastokkinn Yggdrasil, sem kom út árið 2018 hjá Llewellyn Worldwide Ltd., en Gunnhildur Hauksdóttir dóttir hans, hannaði stokkin með honum og skrifaði bókina sem fylgir.

Útgefið efni á íslensku

  • Steinn Bollason: ævintýri frá Rúmeníu, eftir Hólmfríði Knudsen (1967)
  • Íslenzk frímerki í 100 ár (1977)
  • Útvegsspilið, Spilaborg[2] (1977 og 2020)
  • Rallíspilið, Spilaborg (1980)
  • Dýraspilið, Spilaborg (1980)
  • Á förnum vegi: umferðar leiðbeiningar handa 7-9 ára börnum, eftir Sigurð Pálsson (1979)
  • Stóra barnabókin: sögur, ævintýri, ljóð, þulur, bænir, barnagælur, gátur, leikir, þrautir, föndur, Jóhanna Thorsteinsson, Haukur Halldórsson Myndskreytir, Fjölnir [3](1982)
  • Tröll: sögur og teikningar úr íslenskri þjóđsagnaveröld[4], Jón Árnason, Haukur Halldórsson mynskreytir (1982)
  • Íslenskir annálar, 1400-1449[5], Anders Hansen. Haukur Halldórsson myndgerir (1983)
  • Blautleg ljóð[6], Skeið sf. Haukur Halldórsson myndgerir (1985)
  • Í stjörnumyrkri, Ari Gísli Bragason[7] (1989)
  • Reiðskólinn þinn: undirstöðuatriði reiðmennsku í máli og myndum,[8] Haukur Halldórsson, Forlagið (1991)
  • Álfar, æsir og menn : fyrsti hluti, Haukur Halldórsson (2008)
  • Galdur og ættarmerki, Haukur Halldórsson (2008)
  • "Fóa og Fóa feykirófa: þjóðsaga", Haukur Halldórsson, Nesti og nýir skór (2015)

Útgefið efni á öðrum tungumálum

Tilvísanir

  1. „Ég er mistækur listamaður með mörg járn í eldinum ÞORRI JÓHANNSSON ræðir við“. www.mbl.is. Sótt 16. janúar 2022.
  2. „Útvegsspilið“. Spilaborg. Sótt 16. janúar 2022.
  3. „Stóra barnabókin - Ekki til eins og er - Bókalind antikbókabúð“. Bókalind. Sótt 16. janúar 2022.
  4. „Haukur Halldorsson Trolls Iceland Icelandic Folklore Legends Stories Folk Tales | #466403225“. Worthpoint (enska). Sótt 16. janúar 2022.
  5. „Íslenskir annálar 1400-1449“. Borgarbókasafnið (enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 16. janúar 2022. Sótt 16. janúar 2022.
  6. Blautleg ljóð. Skeið. 1985.
  7. Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 16. janúar 2022.
  8. „Bók um reiðmennsku í máli og myndum“. www.mbl.is. Sótt 16. janúar 2022.
  Þessi myndlistagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.