Halkýon er stutt samræða sem er eignuð forngríska heimspekingnum Platoni. Þegar í fornöld var dregið í efa að hún væri ósvikin og nær allir fræðimenn eru sammála um að hún sé ekki eftir Platon.
Í samræðunni segir Sókrates Kærefóni vini sínum söguna um Halkýon, konu sem breyttist í fugl.