Alkibíades síðari eða Alkibíades II er samræða sem er eignuð forngríska heimspekingnum Platoni. Fræðimenn eru flestir sammála um að samræðan sé ekki ósvikin, þótt hún hafi varðveist með ritum Platons frá fornöld og hafi þá verið talin ósvikin. Í samræðunni ræða saman Sókrates og Alkibíades.