Núverandi fáni Andorra tók gildi 1866 og kom í stað eldri fána í aðeins tveimur litum. Fáninn er gerður upp af þremur lóðréttum borðum með bláum til vinstri við stöngina, gulum í miðjunni með ríkisskjaldarmerkinu og loks rauðum til hægri.