Dýr

Dýr

Vísindaleg flokkun
Veldi: Heilkjörnungar (Eukaryota)
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Linnaeus (1758)
Fylkingar
Samheiti
  • Metazoa (Haeckel 1874)[1]
  • Choanoblastaea (Nielsen 2008)[2]
  • Gastrobionta (Rothm. 1948)[3]
  • Zooaea (Barkley 1939)[3]
  • Euanimalia (Barkley 1939)[3]

Dýr (fræðiheiti: Animalia) eru hópur lífvera sem myndar sérstakt ríki dýraríkið. Dýr eru ófrumbjarga fjölfrumungar, færir um hreyfingu og gerð úr frumum sem hafa ekki frumuveggi (dýrsfrumum). Dýr eru fær um kynæxlun. Þau hafa vöðvafrumur og þróast úr egglaga blöðrufóstri við upphaf fósturþroska. Vöxtur dýra fer venjulega fram í öllum líkamshlutum og hættir við kynþroska. Dýr nærast á öðrum lífverum, til dæmis plöntum, öðrum dýrum eða dýraleifum.

Búið er að lýsa yfir 1,5 milljón tegundum af dýrum í um 35 fylkingum. Af þeim eru um 1,05 milljón skordýr. Um 85.000 tegundir dýra eru lindýr og um 65.000 eru hryggdýr. Talið er að fjöldi dýrategunda á jörðinni gæti verið allt að 7,77 milljónir. Minnstu dýrin eru aðeins 8,5 μm á lengd (sníkjudýrið Myxobolus shekel), en þau stærstu (steypireyðar) allt að 33,6 metrar. Dýr mynda flókin tengsl við vistkerfi sín og aðrar tegundir og taka þátt í fæðuvef. Dýrafræði fæst við rannsóknir á dýrum, en rannsóknir á atferli dýra eru gerðar innan atferlisfræði.

Flestar dýrategundir tilheyra undirríki tvíhliða dýra (Bilateria) sem er stór grein dýra með tvíhliða samhverfa líkamsmynd. Af núlifandi tegundum tvíhliða dýra er til litla grunnfylkingin Xenacoelomorpha, en langflestar tegundir eru annað hvort frummunnar (Protostomia: liðdýr, lindýr, flatormar, liðormar, þráðormar o.s.frv.) eða nýmunnar (Deuterostomia: skrápdýr, kragaormar og hryggdýr, þar sem hryggdýr eru stærsta undirfylkingin). Fundist hafa menjar um forkambrískar lífverur frá Ediacaríum, seinast á frumlífsöld, sem hafa verið túlkaðar sem dýr. Frá Toníum, sem er fyrsta tímabil nýfrumlífsaldar, hafa fundist steingervingar sem benda til tilvistar frumstæðra svampdýra. Nær allar núverandi fylkingar dýra komu fram á sjónarsviðið í Kambríumsprengingunni sem hófst fyrir 539 milljónum ára, og flestir flokkar dýra komu fram á Ordóvisíum fyrir 485,4 milljón árum. Fundist hafa 6.331 hópar erfðavísa sem öll dýr eiga sameiginlega. Hugsanlega var síðasti sameiginlegi forfaðir allra dýra uppi fyrir 650 milljón árum.

Gríski heimspekingurinn Aristóteles flokkaði dýr í dýr með blóð og dýr án blóðs. Carl Linneus setti fram fyrstu vísindalegu flokkunina þar sem hann skipti dýrum í sex flokka í bókinni Systema Naturae árið 1735. Árið 1809 greindi Jean-Baptiste Lamarck á milli 14 fylkinga dýra. Árið 1874 gerði Ernst Haeckel greinarmun á fjölfruma vefdýrum (Metazoa, sem nú eru einfaldlega kölluð „dýr“) og einfruma frumdýrum (Protozoa, sem eru ekki lengur flokkuð með dýrum). Í dag reiðir flokkunarfræðin sig í auknum mæli á aðferðir sameindaþróunarfræði til að greina erfðafræðilegan skyldleika dýrategunda.

Menn hagnýta aðrar dýrategundir á margvíslegan hátt, eins og sem fæðu (þar á meðal kjöt, egg og mjólk), fyrir mikilvægan efnivið (eins og leður, skinn og ull), sem gæludýr og vinnudýr. Fyrsta húsdýrið var hundurinn, en menn hafa notað hunda við veiðar, sem varðhunda og í stríði. Hestar, dúfur og ránfuglar hafa líka verið notuð sem vinnudýr. Menn stunda sportveiði á öðrum dýrategundum, bæði land- og lagardýrum. Önnur dýr hafa haft mikla menningarlega þýðingu fyrir menn og koma fyrir í elstu hellamálverkum og sem verndardýr frá fyrstu tíð. Dýr koma þannig víða fyrir í trúarbrögðum, list, skjaldarmerkjum, stjórnmálum og íþróttum.

Einkenni

Dýr eru einu lífverurnar þar sem frumuknippið sem myndast við upphaf fósturþroskans (1) myndar hola kúlu eða blöðrufóstur (2).

Það er ýmislegt sem aðgreinir dýr frá öðrum lífverum. Sem dæmi má taka að dýr eru heilkjörnungar og oftast fjölfrumungar sem meðal annars aðgreinir þau frá gerlum.[4] Ólíkt jurtum og þörungum sem eru frumbjarga (framleiða sína eigin næringu)[5] eru dýr ófrumbjarga[6][7] og nærast á lífrænu efni sem þau melta innvortis.[8] Nær öll dýr nota loftháða öndun.[9] Öll dýr eru hreyfanleg[10] og geta fært líkama sinn úr stað á einhverju æviskeiði, en sum dýr (til dæmis svampar, kórallar, kræklingar og hrúðurkarlar) gerast botnsætin síðar á ævinni. Blöðrufóstur er stig fósturþroska sem aðeins dýr hafa og gerir frumusérhæfingu mögulega, sem aftur leiðir til sérhæfðra vefja og líffæra.[11] Flest dýr hafa sérhæfð líffæri eins og taugakerfi , meltingarkerfi og vöðva.

Bygging

Öll dýr eru gerð úr frumum sem eru umluktar dæmigerðu utanfrumuefni úr kollageni og sveigjanlegri sykurhvítu.[12] Þegar dýr vaxa myndar þetta utanfrumuefni tiltölulega sveigjanlegan grunn sem frumur geta hreyfst um og skipað sér niður í, sem gerir myndun flóknari eininga mögulega. Utanfrumuefnið getur kalkað og myndað þannig líffæri eins og bein, skeljar og gadda.[13] Aðrar fjölfruma lífverur, eins og þörungar, jurtir og sveppir, hafa stífa frumuveggi og vaxa því stöðugt.[14] Dýrafrumur eru einstakar að því leyti að þær hafa frumutengi sem nefnast tengideplar, þétttengi og halddeplar.[15]

Með nokkrum undantekningum (sérstaklega svampdýr og flögudýr) skiptast líkamar dýra í sérhæfða vefi.[16] Meðal þeirra eru vöðvar sem gera dýrinu kleyft að hreyfa sig, og taugavefir, sem bera boð til að samræma starfsemi líkamans. Dýr eru auk þess oftast með innri meltingarfæri með ýmist einu opi (holdýr, kambhveljur og flatormar) eða tveimur (flest tvíhliða dýr).[17]

Æxlun og vöxtur

Nær öll dýr, eins og þessar drekaflugur, fjölga sér með kynæxlun.

Nær öll dýr eru fær um einhvers konar kynæxlun.[18] Þau framleiða einlitna kynfrumur með meiósu, með litlar hreyfanlegar sæðisfrumur og stærri hreyfingarlausar eggfrumur.[19] Þessar frumur renna saman og mynda okfrumu.[20] Okfruman skiptir sér með mítósu og myndar hola kúlu sem nefnist blöðrufóstur. Hjá svampdýrum synda þessi blöðrufóstur á nýja stað, festa sig við botninn og mynda nýjan svamp.[21] Hjá flestum öðrum dýrum gengur blöðrufóstrið í gegnum flóknari umbreytingar:[22] Fyrst breytist það í vembil með smeygingu. Vembillinn eða holfóstrið er með meltingarhol og tvö aðgreind kímlög; útlag sem snýr út og innlag sem snýr inn.[23] Í flestum tilvikum myndast líka þriðja kímlagið, miðlag, á milli þeirra.[24] Kímlögin mynda svo ólíka vefi og líffæri.[25]

Endurtekin innræktun, þar sem mökun á sér stað milli náinna skyldmenna, leiðir yfirleitt til innræktarhnignunar í stofninum vegna aukningar á skaðlegum víkjandi erfðaeinkennum.[26][27] Dýr hafa þróað með sér ýmsar aðferðir til að forðast skyldleikaræktun.[28]

Sum dýr geta æxlast með kynlausri æxlun, sem oft getur af sér erfðafræðilegan klón foreldrisins. Þetta getur átt sér stað með hlutun; knappskotum (eins og í ættkvíslinni Hydra og öðrum holdýrum); eða með meyfæðingu, þar sem frjóvguð egg verða til án mökunar, eins og hjá blaðlúsum.[29][30]

Fjölbreytni

Í töflunni hér fyrir neðan er áætlaður fjöldi tegunda sem lýst hefur verið fyrir helstu fylkingar dýra,[31] ásamt helstu búsvæðum (á landi, í ferskvatni[32] eða í sjó),[33] og hvort þau lifi sjálfstæðu lífi eða sníkjulífi.[34] Áætlaður fjöldi tegunda byggist á fjölda þeirra tegunda sem lýst hefur verið vísindalega. Með ýmsum aðferðum hefur verið spáð fyrir um miklu hærri tölur, en þær eru mjög breytilegar eftir aðferðum. Þannig hefur 25-27.000 tegundum þráðorma verið lýst, en útgefinn áætlaður fjöldi tegunda þráðorma getur verið allt að 100 milljónir.[35] Með því að byggja á mynstrum í flokkunarfræðinni, hefur verið reiknað út að fjöldi dýrategunda gæti verið 7,77 milljónir, ef þau dýr eru meðtalin sem ekki hefur verið lýst.[36][37]

Fylking Dæmi Lýstar tegundir Landdýr Sjávardýr Vatnadýr Sjálfstæð Sníkjudýr
Liðdýr
(Arthropoda)
vespa 1.257.000[31] Já 1.000.000
(skordýr)[38]
Já >40.000
(stórkrabbar)[39]
Já 94.000[32] [33] Já >45.000[34]
Lindýr
(Mollusca)
snigill 85.000[31]
107.000[40]
Já 35.000[40] Já 60.000[40] Já 5.000[32]
12.000[40]
[33] Já >5.600[34]
Seildýr
(Chordata)
froskur >70.000[31][41] Já 23.000[42] Já 13.000[42] Já 18.000[32]
9,000[42]
Já 40
(granar)[43][34]
Flatormar
(Platyhelminthes)
29.500[31] [44] [33] Já 1.300[32] [33]

3.000–6.500[45]

Já >40.000[34]

4.000–25.000[45]

Þráðormar (Nematoda) 25.000[31] Já (mold)[33] Já 4.000[35] Já 2.000[32]
11.000[35]
Já 14.000[35]
Liðormar
(Annelida)
17.000[31] Já (mold)[33] [33] Já 1.750[32] Já 400[34]
Holdýr
(Cnidaria)
steinkórall 16.000[31] [33] Já (fá)[33] [33] Já >1.350
(slímdýr)[34]
Svampdýr
(Porifera)
10.800[31] [33] 200–300[32] [46]
Skrápdýr
(Echinodermata)
7.500[31] Já 7.500[31] [33]
Mosadýr
(Bryozoa)
6.000[31] [33] Já 60–80[32]
Hjóldýr
(Rotifera)
2.000[31] Já >400[47] Já 2.000[32]
Ranaormar
(Nemertea)
1.350[48][49]
Bessadýr
(Tardigrada)
1.335[31] [50]
(rakar jurtir)
Heildarfjöldi lýstra tegunda (m.v. 2013): 1.525.728[31]

Tilvísanir

  1. de Queiroz, Kevin; Cantino, Philip; Gauthier, Jacques, ritstjórar (2020). „Metazoa E. Haeckel 1874 [J. R. Garey and K. M. Halanych], converted clade name“. Phylonyms: A Companion to the PhyloCode (1st. útgáfa). CRC Press. bls. 1352. doi:10.1201/9780429446276. ISBN 9780429446276. S2CID 242704712.
  2. Nielsen, Claus (2008). „Six major steps in animal evolution: are we derived sponge larvae?“. Evolution & Development. 10 (2): 241–257. doi:10.1111/j.1525-142X.2008.00231.x. PMID 18315817. S2CID 8531859.
  3. 3,0 3,1 3,2 Rothmaler, Werner (1951). „Die Abteilungen und Klassen der Pflanzen“. Feddes Repertorium, Journal of Botanical Taxonomy and Geobotany. 54 (2–3): 256–266. doi:10.1002/fedr.19510540208.
  4. Avila, Vernon L. (1995). Biology: Investigating Life on Earth. Jones & Bartlett Learning. bls. 767–. ISBN 978-0-86720-942-6.
  5. Davidson, Michael W. „Animal Cell Structure“. Afrit af uppruna á 20. september 2007. Sótt 20. september 2007.
  6. „Palaeos:Metazoa“. Palaeos. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. febrúar 2018. Sótt 25. febrúar 2018.
  7. Bergman, Jennifer. „Heterotrophs“. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. ágúst 2007. Sótt 30. september 2007.
  8. Douglas, Angela E.; Raven, John A. (janúar 2003). „Genomes at the interface between bacteria and organelles“. Philosophical Transactions of the Royal Society B. 358 (1429): 5–17. doi:10.1098/rstb.2002.1188. PMC 1693093. PMID 12594915.
  9. Mentel, Marek; Martin, William (2010). „Anaerobic animals from an ancient, anoxic ecological niche“. BMC Biology. 8: 32. doi:10.1186/1741-7007-8-32. PMC 2859860. PMID 20370917.
  10. Saupe, S. G. „Concepts of Biology“. Afrit af uppruna á 21. nóvember 2007. Sótt 30. september 2007.
  11. Minkoff, Eli C. (2008). Barron's EZ-101 Study Keys Series: Biology (2nd, revised. útgáfa). Barron's Educational Series. bls. 48. ISBN 978-0-7641-3920-8.
  12. Alberts, Bruce; Johnson, Alexander; Lewis, Julian; Raff, Martin; Roberts, Keith; Walter, Peter (2002). Molecular Biology of the Cell (4th. útgáfa). Garland Science. ISBN 978-0-8153-3218-3. Afrit af uppruna á 23. desember 2016. Sótt 29. ágúst 2017.
  13. Sangwal, Keshra (2007). Additives and crystallization processes: from fundamentals to applications. John Wiley and Sons. bls. 212. ISBN 978-0-470-06153-4.
  14. Becker, Wayne M. (1991). The world of the cell. Benjamin/Cummings. ISBN 978-0-8053-0870-9.
  15. Magloire, Kim (2004). Cracking the AP Biology Exam, 2004–2005 Edition. The Princeton Review. bls. 45. ISBN 978-0-375-76393-9.
  16. Starr, Cecie (2007). Biology: Concepts and Applications without Physiology. Cengage Learning. bls. 362, 365. ISBN 978-0-495-38150-1. Sótt 19. maí 2020.
  17. Hillmer, Gero; Lehmann, Ulrich (1983). Fossil Invertebrates. Translated by J. Lettau. CUP Archive. bls. 54. ISBN 978-0-521-27028-1. Sótt 8. janúar 2016.
  18. Knobil, Ernst (1998). Encyclopedia of reproduction, Volume 1. Academic Press. bls. 315. ISBN 978-0-12-227020-8.
  19. Schwartz, Jill (2010). Master the GED 2011. Peterson's. bls. 371. ISBN 978-0-7689-2885-3.
  20. Hamilton, Matthew B. (2009). Population genetics. Wiley-Blackwell. bls. 55. ISBN 978-1-4051-3277-0.
  21. Ville, Claude Alvin; Walker, Warren Franklin; Barnes, Robert D. (1984). General zoology. Saunders College Pub. bls. 467. ISBN 978-0-03-062451-3.
  22. Hamilton, William James; Boyd, James Dixon; Mossman, Harland Winfield (1945). Human embryology: (prenatal development of form and function). Williams & Wilkins. bls. 330.
  23. Philips, Joy B. (1975). Development of vertebrate anatomy. Mosby. bls. 176. ISBN 978-0-8016-3927-2.
  24. The Encyclopedia Americana: a library of universal knowledge, Volume 10. Encyclopedia Americana Corp. 1918. bls. 281.
  25. Romoser, William S.; Stoffolano, J. G. (1998). The science of entomology. WCB McGraw-Hill. bls. 156. ISBN 978-0-697-22848-2.
  26. Charlesworth, D.; Willis, J. H. (2009). „The genetics of inbreeding depression“. Nature Reviews Genetics. 10 (11): 783–796. doi:10.1038/nrg2664. PMID 19834483. S2CID 771357.
  27. Bernstein, H.; Hopf, F. A.; Michod, R. E. (1987). „The molecular basis of the evolution of sex“. Advances in Genetics. 24: 323–370. doi:10.1016/s0065-2660(08)60012-7. ISBN 978-0-12-017624-3. PMID 3324702.
  28. Pusey, Anne; Wolf, Marisa (1996). „Inbreeding avoidance in animals“. Trends Ecol. Evol. 11 (5): 201–206. doi:10.1016/0169-5347(96)10028-8. PMID 21237809.
  29. Adiyodi, K. G.; Hughes, Roger N.; Adiyodi, Rita G. (júlí 2002). Reproductive Biology of Invertebrates, Volume 11, Progress in Asexual Reproduction. Wiley. bls. 116. ISBN 978-0-471-48968-9.
  30. Schatz, Phil. „Concepts of Biology: How Animals Reproduce“. OpenStax College. Afrit af uppruna á 6. mars 2018. Sótt 5. mars 2018.
  31. 31,00 31,01 31,02 31,03 31,04 31,05 31,06 31,07 31,08 31,09 31,10 31,11 31,12 31,13 31,14 Zhang, Zhi-Qiang (30. ágúst 2013). „Animal biodiversity: An update of classification and diversity in 2013. In: Zhang, Z.-Q. (Ed.) Animal Biodiversity: An Outline of Higher-level Classification and Survey of Taxonomic Richness (Addenda 2013)“. Zootaxa. 3703 (1): 5. doi:10.11646/zootaxa.3703.1.3. Afrit af uppruna á 24. apríl 2019. Sótt 2. mars 2018.
  32. 32,00 32,01 32,02 32,03 32,04 32,05 32,06 32,07 32,08 32,09 Balian, E. V.; Lévêque, C.; Segers, H.; Martens, K. (2008). Freshwater Animal Diversity Assessment. Springer. bls. 628. ISBN 978-1-4020-8259-7.
  33. 33,00 33,01 33,02 33,03 33,04 33,05 33,06 33,07 33,08 33,09 33,10 33,11 33,12 33,13 Hogenboom, Melissa. „There are only 35 kinds of animal and most are really weird“. BBC Earth. Afrit af uppruna á 10. ágúst 2018. Sótt 2. mars 2018.
  34. 34,0 34,1 34,2 34,3 34,4 34,5 34,6 Poulin, Robert (2007). Evolutionary Ecology of Parasites. Princeton University Press. bls. 6. ISBN 978-0-691-12085-0.
  35. 35,0 35,1 35,2 35,3 Felder, Darryl L.; Camp, David K. (2009). Gulf of Mexico Origin, Waters, and Biota: Biodiversity. Texas A&M University Press. bls. 1111. ISBN 978-1-60344-269-5.
  36. „How many species on Earth? About 8.7 million, new estimate says“. 24. ágúst 2011. Afrit af uppruna á 1. júlí 2018. Sótt 2. mars 2018.
  37. Mora, Camilo; Tittensor, Derek P.; Adl, Sina; Simpson, Alastair G.B.; Worm, Boris (23. ágúst 2011). Mace, Georgina M. (ritstjóri). „How Many Species Are There on Earth and in the Ocean?“. PLOS Biology. 9 (8): e1001127. doi:10.1371/journal.pbio.1001127. PMC 3160336. PMID 21886479.
  38. Stork, Nigel E. (janúar 2018). „How Many Species of Insects and Other Terrestrial Arthropods Are There on Earth?“. Annual Review of Entomology. 63 (1): 31–45. doi:10.1146/annurev-ento-020117-043348. PMID 28938083. S2CID 23755007. Stork notes that 1m insects have been named, making much larger predicted estimates.
  39. Poore, Hugh F. (2002). „Introduction“. Crustacea: Malacostraca. Zoological catalogue of Australia. 19.2A. bindi. CSIRO Publishing. bls. 1–7. ISBN 978-0-643-06901-5.
  40. 40,0 40,1 40,2 40,3 Nicol, David (júní 1969). „The Number of Living Species of Molluscs“. Systematic Zoology. 18 (2): 251–254. doi:10.2307/2412618. JSTOR 2412618.
  41. Uetz, P. „A Quarter Century of Reptile and Amphibian Databases“. Herpetological Review. 52: 246–255. Afrit af uppruna á 21. febrúar 2022. Sótt 2. október 2021 – gegnum ResearchGate.
  42. 42,0 42,1 42,2 Reaka-Kudla, Marjorie L.; Wilson, Don E.; Wilson, Edward O. (1996). Biodiversity II: Understanding and Protecting Our Biological Resources. Joseph Henry Press. bls. 90. ISBN 978-0-309-52075-1.
  43. Burton, Derek; Burton, Margaret (2017). Essential Fish Biology: Diversity, Structure and Function. Oxford University Press. bls. 281–282. ISBN 978-0-19-878555-2. „Trichomycteridae ... includes obligate parasitic fish. Thus 17 genera from 2 subfamilies, Vandelliinae; 4 genera, 9spp. and Stegophilinae; 13 genera, 31 spp. are parasites on gills (Vandelliinae) or skin (stegophilines) of fish.“
  44. Sluys, R. (1999). „Global diversity of land planarians (Platyhelminthes, Tricladida, Terricola): a new indicator-taxon in biodiversity and conservation studies“. Biodiversity and Conservation. 8 (12): 1663–1681. doi:10.1023/A:1008994925673. S2CID 38784755.
  45. 45,0 45,1 Pandian, T. J. (2020). Reproduction and Development in Platyhelminthes. CRC Press. bls. 13–14. ISBN 978-1-000-05490-3. Sótt 19. maí 2020.
  46. Morand, Serge; Krasnov, Boris R.; Littlewood, D. Timothy J. (2015). Parasite Diversity and Diversification. Cambridge University Press. bls. 44. ISBN 978-1-107-03765-6. Sótt 2. mars 2018.
  47. Fontaneto, Diego. „Marine Rotifers | An Unexplored World of Richness“ (PDF). JMBA Global Marine Environment. bls. 4–5. Afrit (PDF) af uppruna á 2. mars 2018. Sótt 2. mars 2018.
  48. Chernyshev, A. V. (september 2021). „An updated classification of the phylum Nemertea“. Invertebrate Zoology. 18 (3): 188–196. doi:10.15298/invertzool.18.3.01. S2CID 239872311. Sótt 18. janúar 2023.
  49. Hookabe, Natsumi; Kajihara, Hiroshi; Chernyshev, Alexei V.; Jimi, Naoto; Hasegawa, Naohiro; Kohtsuka, Hisanori; Okanishi, Masanori; Tani, Kenichiro; Fujiwara, Yoshihiro; Tsuchida, Shinji; Ueshima, Rei (2022). „Molecular Phylogeny of the Genus Nipponnemertes (Nemertea: Monostilifera: Cratenemertidae) and Descriptions of 10 New Species, With Notes on Small Body Size in a Newly Discovered Clade“. Frontiers in Marine Science. 9. doi:10.3389/fmars.2022.906383. Sótt 18. janúar 2023.
  50. Hickman, Cleveland P.; Keen, Susan L.; Larson, Allan; Eisenhour, David J. (2018). Animal Diversity (8th. útgáfa). McGraw-Hill Education. ISBN 978-1-260-08427-6.

Read other articles:

هذه المقالة يتيمة إذ تصل إليها مقالات أخرى قليلة جدًا. فضلًا، ساعد بإضافة وصلة إليها في مقالات متعلقة بها. (يناير 2015) الأمثلة متعددة الأهداف (بالإنجليزية: Multi-objective optimization)‏ الأمثلة متعددة الأهداف (المعروف أيضا باسم البرمجة متعددة الاهداف أو الأمثلة متعددة المعايير) هو مجال ...

 

Herstellung von Teilen einer orthotropen Platte Eine orthotrope Platte ist ein im Brückenbau als Fahrbahnplatte verwendetes Bauelement, das aus einer Baustahlplatte besteht, die auf der Unterseite mit aufgeschweißten Stahlprofilen in Längs- und Querrichtung versteift ist. Die orthotrope Platte wird als Deckplatte von Hohlkastenbrücken oder Plattenbalkenbrücken in Stahlbauweise, als Fahrbahnträger von Hängebrücken und Schrägseilbrücken sowie bei beweglichen Brücken verwendet. Die Ve...

 

This article needs additional citations for verification. Please help improve this article by adding citations to reliable sources. Unsourced material may be challenged and removed.Find sources: The Speech of Polly Baker – news · newspapers · books · scholar · JSTOR (July 2008) (Learn how and when to remove this template message) Portrait of Benjamin Franklin, author of The Speech of Polly Baker. The Speech of Polly Baker (1747) is the fictional story ...

ColorDeveloper(s)Apple Inc.Final release1.5.2 / March 24, 2010; 14 years ago (2010-03-24) Operating systemMac OS XTypeVideo editing/color gradingLicenseProprietary Color is a professional color-grading application developed by Apple for its Mac OS X operating system. It was one of the major applications included as part of the Final Cut Studio video-production suite. The application was originally called FinalTouch and was developed by Silicon Color, until the company was a...

 

Grand Prix JermanNürburgring GP-StreckeInformasi lombaJumlah gelaran78Pertama digelar1926Terakhir digelar2019Terbanyak menang (pembalap)/[1]Rudolf Caracciola (6)Terbanyak menang (konstruktor) Ferrari (22)Panjang sirkuit4.574 km (2.842 mi)Jarak tempuh306.458 km (190.424 mi)Lap60Balapan terakhir (2019)Pole position Lewis HamiltonMercedes1:11.767Podium 1. M. VerstappenRed Bull Racing-Honda1:44:31.275 2. S. VettelFerrari+7.333 3. D. KvyatScuderia Toro Rosso-Honda+8.3...

 

2022–23 Lindenwood Lions men's ice hockey seasonConferenceIndependentHome iceCentene Community Ice CenterRankingsUSCHONRUSA TodayNRRecordOverall7–22–1Home3–1–0Road4–21–1Coaches and captainsHead coachRick ZomboAssistant coachesMark AbneyGary GardnerJason PowerCaptain(s)Andy WillisAiden YakimchukLindenwood Lions men's ice hockey seasons 2023–24 » The 2022–23 Lindenwood Lions men's ice hockey season was the inaugural season of varsity play for the program. The Lions ...

BBC New Year Special This article has multiple issues. Please help improve it or discuss these issues on the talk page. (Learn how and when to remove these template messages) This article needs additional citations for verification. Please help improve this article by adding citations to reliable sources. Unsourced material may be challenged and removed.Find sources: BBC New Year's Eve specials – news · newspapers · books · scholar · JSTOR (January 202...

 

Census-designated place in TexasIndian Hills, TexasCensus-designated placeCoordinates: 26°12′50″N 97°55′7″W / 26.21389°N 97.91861°W / 26.21389; -97.91861Country United States of AmericaState TexasCounty HidalgoArea • Total2.5 sq mi (6.5 km2) • Land2.4 sq mi (6.2 km2) • Water0.1 sq mi (0.3 km2)Elevation66 ft (20 m)Population (2010)[1] •&#...

 

Week in which US Armed Forces ships dock at major cities The guided missile cruiser USS Anzio sails past the Statue of Liberty at the beginning of Fleet Week 2004 in New York City. Fleet Week celebrations were sometimes also held overseas, as in 1908, when the Great White Fleet visited Auckland, New Zealand.[1] Sailors man the rails on the flight deck of USS John C. Stennis, San Diego Fleet Week parade. Fleet Week is a United States Navy, United States Marine Corps, and Unit...

Pour les articles homonymes, voir Panama (homonymie). République de Panama[1](es) República de Panamá Drapeau du Panama Armoiries du Panama Devise en latin : Pro Mundi Beneficio (« Pour le bénéfice du monde ») Hymne en espagnol : Himno Istmeño (« Hymne de l'isthme ») Fête nationale 3 novembre · Événement commémoré Indépendance vis-à-vis de la Colombie (1903) Administration Forme de l'État République Président de la R...

 

AvaJessica Chastain in una scena del filmLingua originaleinglese, francese, tedesco Paese di produzioneStati Uniti d'America Anno2020 Durata96 min Genereazione, thriller RegiaTate Taylor SceneggiaturaMatthew Newton ProduttoreNicolas Chartier, Dominic Rustam, Jessica Chastain, Kelly Carmichael Produttore esecutivoJonathan Deckter, William Earon, Erika Hampson, John Norris Casa di produzioneFreckle Films, Voltage Pictures Distribuzione in italianoNetflix FotografiaStephen Goldblatt Montaggi...

 

A Republikanska futbolna grupa 1993-1994 Competizione A Profesionalna Futbolna Grupa Sport Calcio Edizione 70ª Organizzatore BFS Luogo  Bulgaria Partecipanti 16 Risultati Vincitore  Levski Sofia(19º titolo) Retrocessioni  FK Černomorec Burgas Černo More Varna Spartak Varna Yantra Gabrovo Statistiche Miglior marcatore Nasko Sirakov (30) Incontri disputati 196 Gol segnati 584 (2,98 per incontro) Cronologia della competizione 1992-1993 1994-1995 Manuale L�...

1791 battle of the Northwest Indian War Battle of the WabashPart of the Northwest Indian WarIllustration from Theodore Roosevelt's article on St. Clair's defeat, featured in Harper's New Monthly Magazine, February 1896.[1]Date4 November 1791LocationNear present-day Fort Recovery, Ohio40°24′52″N 84°46′49″W / 40.41440°N 84.78022°W / 40.41440; -84.78022[2]Result Northwestern Confederacy victoryBelligerents Northwestern Confederacy  United ...

 

此條目翻譯品質不佳。翻譯者可能不熟悉中文或原文語言,也可能使用了機器翻譯。請協助翻譯本條目或重新編寫,并注意避免翻译腔的问题。明顯拙劣的翻譯請改掛{{d|G13}}提交刪除。  「希拉克」重定向至此。關於法国洛泽尔省的同名市镇,請見「希拉克 (洛泽尔省)」。 雅克·勒内·希拉克Jacques René Chirac 第22任法國總統安道爾大公任期1995年5月17日—2007年5月16日...

 

Tottenham Hotspur SF Racing Team Founded 2008 Country  England Driver(s) Duncan Tappy (2008) Dominik Jackson (2008) Craig Dolby ('09, '10) First race 2008 Donington Last race 2010 Navarra Rounds 24 Ch'ships 0 Total points 1336 (including Super Finals) 2010 position 2nd (697 pts) Races Poles Wins Podiums F. Laps 48 1 3 15 4 NOTE - Data not including Super Finals Duncan Tappy on the grid during the 2008 Donington weekend. The Tottenham Hotspur car with Duncan Tappy during Donington Park's...

Bessude BessùdeKomuneComune di BessudeLokasi Bessude di Provinsi SassariNegaraItaliaWilayah SardiniaProvinsiSassari (SS)Pemerintahan • Wali kotaRoberto MarrasLuas • Total26,79 km2 (10,34 sq mi)Ketinggian447 m (1,467 ft)Populasi (2016) • Total410[1]Zona waktuUTC+1 (CET) • Musim panas (DST)UTC+2 (CEST)Kode pos07040Kode area telepon079Situs webhttp://www.comune.bessude.ss.it Bessude (bahasa Sardinia: Bessùde)...

 

Santa Maria LambangLokasi di Rio Grande do Sul, BrasilNegaraBrasilRegionSelatanNegara bagianRio Grande do SulPemerintahan • MayorCesar Augusto Schirmer (PMDB)Luas • Total1.823,1 km2 (7,039 sq mi)Ketinggian113 m (371 ft)Populasi (2006) • Total270.073 • Kepadatan151,8/km2 (3,930/sq mi)Zona waktuUTC-3 (UTC-3) • Musim panas (DST)UTC-2 (UTC-2)Situs webPrefeitura de Santa Maria Santa Maria adalah sebuah k...

 

Historic house in New York, United States United States historic placeAlexander Brown HouseU.S. National Register of Historic Places Show map of New YorkShow map of the United StatesLocation726 W. Onondaga St., Syracuse, New YorkCoordinates43°2′12.41″N 76°9′45″W / 43.0367806°N 76.16250°W / 43.0367806; -76.16250Built1895ArchitectGordon WrightArchitectural styleRomanesqueNRHP reference No.88002376[1]Added to NRHPNovember 3, 1988 The Ale...

Charity in the United Kingdom This article relies excessively on references to primary sources. Please improve this article by adding secondary or tertiary sources. Find sources: Radio Academy – news · newspapers · books · scholar · JSTOR (January 2010) (Learn how and when to remove this message) The Radio Academy Logo (2024) The Radio Academy is a registered charity dedicated to the encouragement, recognition and promotion of excellence in UK broadcas...

 

Persemag MagetanNama lengkapPersatuan Sepak Bola MagetanJulukanMacan LawuBerdiri1977 (sebagai ASMAG)StadionStadion YosonegoroMagetan, Jawa Timur(Kapasitas: 15,000)PemilikArif MustofaKetuaMuhyarManajerSuryono [1]PelatihWindu WibowoLigaLiga 3 Jawa TimurKelompok suporterMagetan Tigers Famiglia (Magma), Magetan Tiger Lads (MTL) Kostum kandang Kostum tandang Persemag Magetan adalah klub Sepak bola yang berbasis di Magetan, Jawa Timur. Mereka saat ini bermain di Liga 3 Jawa Timur dan bermar...