Allar tegundir dýra, landplöntur og flestir sveppir eru fjölfrumungar, eins og margir þörungar, en nokkrar lífverur eru að hluta til einfrumungar og að hluta fjölfrumungar eins og ættkvíslin Dictyostelium.[2][3]
Fjölfrumungar verða til á nokkra vegu, til dæmis með frumuskiptingu eða sameiningu nokkra einstakra frumna.[4][3]Bakteríuþyrpingar eru afleiðing sameiningar margra frumna af sömu tegund sem mynda nýlendu. Hinsvegar er oft erfitt að aðskilja nýlendur frá sönnum fjölfrumungum því hugtökin eru ekki aðskilin.[5][6]
Það eru einnig til fjölkjarna lífverur sem eru tæknilega einfrumu lífverur, nægjanlega stórar til að sjást með berum augum, svo sem xenophyophorea sem getur náð 20 cm.