Breska þingið

Westminsterhöll, þinghús breska þingsins

Þing hins sameinaða konungsríkis Stóra-Bretlands og Norður-Írlands (e. Parliament of the United Kingdom of Great Britain and Northern Ireland), í daglegu tali breska þingið er (æðsta) löggjafarþing Bretlands og Breskra yfirráðasvæða. Það samanstendur af þremur einingum: tvær þingdeildum: efri deildinni, lávarðadeildinni (e. House of Lords), neðri deildinni (e. House of Commons) og konungnum Karli 3., sem er þinghöfðingi. Í daglegu ensku tali er breska þingið líka þekkt einfaldlega sem Westminster eftir Westminsterhöll þar sem þingið hittist sem er þekkt kennileiti í London.

Breska þingið var stofnað árið 1707 með Sambandslögunum sem sameinuðu enska þingið og skoska stéttaþingið. Reyndar var þetta þing áframhald enska þingsins með skoskum þing- og aðalsmönnum. Þingið stækkaði við myndun Þings Stóra-Bretlands og útrýmingu írska þingsins með Sambandslögunum 1800. Þá urðu þeir 100 þingmenn írska þingsins og þeir 32 herrar þess meðlimir í Þingi Stóra-Bretlands og Írlands.

Breska þingið hefur verið notað sem fyrirmynd fyrir mörg önnur þing um allan heim, fyrst og fremst ríkjum sem tilheyra eða tilheyrðu Breska samveldinu. Þing sem eru byggð á þessari fyrirmynd eru talin nota Westminster-kerfið.

Þingmenn eru aðeins kosnir í neðri deild þingsins (frá einmenningskjördæmum).

Kosnir þingmenn eru 650 í neðri deildina (en þingmenn, ókosnir, í lávarðadeildinni eru ekki fastur fjöldi en eir, lágvarðarnir, e. Lord, eru nú 804 og þar af, allt að, og nú, eru 26 biskupar, alltaf úr ensku ríkistrúnni, en t.d. aldrei úr þeirri skosku, svokallaðir e. Lords Spiritual, til aðgreiningar frá e. Lord Temporal og að auk þarf konungurinn, eða drottningin þegar við völd t.d. Elísabet 2. hér áður, að samþykkja öll lög með því að skrifa undir samanber að á Íslandi er það þjóðkjörinn forseti sem þarf að gera það).

"Þingmenn neðri deildarinnar eru kjörnir í almennum kosningum en þingmenn lávarðadeildarinnar eru konungsskipaðir samkvæmt tilnefningu forsætisráðherra og er skipunin til lífstíðar. Breskur erfðaaðall á ekki lengur tilkall til setu í lávarðadeildinni. Það breyttist með gildistöku nýrra laga um lávarðadeildina árið 1999 (e. House of Lords Act) og frá síðustu aldamótum hefur sjálfstæð tilnefningarnefnd (e. House of Lords Appointment Commission) tilnefnt einstaklinga til setu í lávarðadeildinni. Ýmsar reglur, hefðir og venjur eiga við um tilnefningu í lávarðadeildina, t.d. hljóta fyrrum þingforsetar jafnan sæti í lávarðadeildinni þegar setu þeirra í neðri deild þingsins lýkur og erkibiskupar og biskupar Ensku kirkjunnar eiga þar einnig sæti. Þingmenn lávarðadeildarinnar eru nú 783, karlar eru 554 og konur 229. Tala þeirra er ekki fastákveðin og getur breyst.

Meginverkefni lávarðadeildarinnar er rýni frumvarpa og lagasetning auk eftirlits með framkvæmdarvaldinu og framfylgd opinberrar stefnumörkunar. Með fáeinum undantekningum er þess krafist að báðar deildir breska þingsins samþykki frumvarp til þess að það verði að lögum. Lávarðadeildin getur þó í raun aðeins tafið frumvarp um eitt þing en ekki komið í veg fyrir að það hljóti samþykki. Hafni lávarðadeildin því að samþykkja frumvarp frá neðri deild þingsins getur neðri deildin lagt það fram á næsta þingi og samþykkt það án þess að lávarðadeildin eigi þar hlut að máli."[1]

Þó svo að Stóra-Bretland skiptist í löndin England, Skotland og Wales eru aðeins minni tvö löndin með sé þing, skoska og velska þingið fá að sjá um ákveðin (staðbundin) málefni, en fólk þaðan er líka á breska þinginu ásamt englendinum, sem hafa ekki sér þing fyrir sín málefni, notast aðeins við aðal/sameinaða þingið, enda er England stærsta landið og mál englendinganna fyrirferðarmest, og það þing fær einning eitt að sjá um utanríkismál allra landanna (auk Norður-Írlands sem er fjórða landið á aðal þinginu, sem hefur ekki þengur sér þing, en hafði áður heimastjórn á eigin þingi; ATH. Írska lýðveldið er líka sér land, með sér þing, en ekki hluti af breska þinginu, enda ekki hluti af Stóra-Bretlandi, þó svo að það sé samfast við Norður-Írland).

Tengt efni

Fyrri þing

Tilvísanir

  1. „Kosningakerfi Breta og kosningaúrslit 2010–2019: Úttekt“ (PDF). 26. júní 2024.

Tenglar

Getið þið útskýrt fyrir mér hvernig landsþingin fjögur í Bretlandi virka? - Evrópuvefurinn