Þessi grein inniheldur engar heimildir. Vinsamlegast hjálpaðu til við að bæta þessa grein með því að bæta við tilvísunum í áreiðanlegar heimildir. Efni sem ekki styðst við heimildir gæti verið fjarlægt.
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu.
Baggalútur er útgáfufyrirtæki og hljómsveit. Útgáfufélagið Baggalútur hefur um árabil annast samnefnda vefsíðu sem fór í gang 11. maí 2001 en þar sem má finna ýmis konar fróðleik og fréttir sem aðrir fjölmiðlar sniðganga. Baggalútur hefur gegnum tíðina sent frá sér nokkrar plötur, þar á meðal allnokkur jólalög, stuðningslag íslenska fótboltalandsliðsins og ýmislegt fleira. Sveitina skipa meðlimir úr ristjórn Baggalúts ásamt nokkrum valinkunnum hljóðfæraleikurum, sem flestir halda til í Hljóðrita í Hafnarfirði og tengjast Memfismafíunni með einum eða öðrum hætti.
Meðlimir
Bragi Valdimar Skúlason
Guðmundur Kristinn Jónsson
Guðmundur Pálsson
Karl Sigurðsson
Garðar Þorsteinn Guðgeirsson
Haraldur Hallgrímsson
Jóhann Bragi Fjalldal
Ferill
Það var síðsumars árið 2005 sem fyrsti geisladiskur Baggalúts, Pabbi þarf að vinna kom út en hann innihélt alíslenska kántrýtónlist, með banjóspili, fiðluleik. Titillag plötunnar hlaut meðal annars íslensku tónlistarverðlaunin fyrir besta lag og texta ársins.[heimild vantar] Árið 2006 kom svo hljómskífan Aparnir í Eden. Þar heldur Baggalútur sig enn á slóðum kántrísins en leggur megináherslu á letilegt sjávarútvegs- og strandkántrí innblásið af rólegri tónlist Hawaiibúa. En Aparnir í Eden hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir bestu dægurlaga plötuna árið 2007.[heimild vantar] Sama ár kom fyrri jólaplata Baggalúts, Jól & blíða. Árið 2008 kom svo samkvæmisskífan Nýjasta nýtt og 2009 hin þjóðlagaskotna Sólskinið í Dakota, sem innihélt lög við ljóð vesturíslenskra skálda. Árið 2010 kom svo seinni jólaplata sveitarinnar, Næstu jól.
Plötur
Pabbi þarf að Vinna kemur út árið 2005 og er fyrsta plata þeirra.
Aparnir í Eden kom út árið 2006. Hljómskífan geymir 21 kántrílög - eins og á fyrri skífu Baggalúts, Pabbi þarf að vinna. Nokkur fjöldi gestasöngvara leggur sveitinni lið; þar á meðal Björgvin Halldórsson, Borgardætur, Kristján Kristjánsson og Valgeir Guðjónsson. Einnig koma við sögu fjölmargir innlendir og erlendir hljóðfæraleikarar, þar á meðal gítarleikur Guðmundar Péturssonar og lúðrablástur Neil Rosengarden og Jim Hoke frá Nashville í Bandaríkjunum.
Sama ár kemur út Jól og Blíða. Þar á meðal eru hin geysivinsælu lög „Kósíheit par exelans“ og „Sagan af Jesúsi“.
Nýjasta Nýtt kom út árið 2008. Hljómskífan inniheldur einvörðungu splunkuný, frumsamin lög með íslenskum textum – og er innblástur að mestu sóttur til 7. og 8. áratuga síðustu aldar. Valinkunnir hljóðfæraleikarar leika á skífunni, bæði íslenskir og útlenskir. Sérstakir gestir eru rauðbrystingurinn rokksjúki; Eiríkur Hauksson og hin angurværa Sigríður Thorlacius.
Sólskinið í Dakota kom út árið 2009. Hún var upphaflega gerð í tilefni af för Baggalúts á slóðir Vestur-Íslendinga vorið 2009. Skífan er að mestu byggð á kvæðum eftir vestur-íslenska kímniskáldið Káinn, Kristján Níels Júlíus (1860–1936). Káinn bjó lengst af í Norður-Dakota og er grafinn í Þingvalla-kirkjugarðinum skammt utan við smábæinn Mountain – sem Baggalútur heimsótti einmitt í ferðinni. Hann var þekktur fyrir gamansamar vísur sínar og kvæði – þar sem kvenfólk og áfengi komu mjög við sögu. Hljómskífan inniheldur ellefu lög. Níu við texta eftir Káinn og eitt við ljóð Stepháns G. Stephánssonar – auk þess sem ættjarðarsmellurinn Ísland, ég elska þig fær að fljóta með. Guðmundur Pálsson og Karl Sigurðsson syngja flest laganna, en gestasöngvarar eru Megas og Gylfi Ægisson. Auk þess veita Gamlir Fóstbræður liðsstyrk sinn. Lögin eru eftir Braga Valdimar Skúlason. Ísland ég elska þig er einnig eftir Mikael Svensson og Guðmund Kristinn Jónsson.
Næsta plata er Síðustu jól - Jólatónleikar Baggalúts 2009. Hún kom út árið 2010. Tónleikarnir fóru fram í Borgarleikhúsinu. Upptökurmar eru einnig fáanlegar með hljómskífu Baggalúts, Næstu jól. Næstu Jól komu einnig út 2010 og Skífan er sjálfstætt framhald hinnar ástsælu Jól & blíða sem kom út árið 2006 og er til á flestum betri heimilum landsins. Næstu jól inniheldur 11 ástsæl og hugheil aðventu- og jólalög. Nokkur þeirra hefur Baggalútur sent frá sér undanfarin ár, s.s. Ég kemst í jólafíling, Það koma vonandi jól og Leppalúða.
Áfram Ísland er næsta plata og kom út árið 2011. Nokkur ný lög í bland við eldri smelli Baggalúts, svokallaða munaðarleysingja, sem ekki hafa komið út áður, þar á meðal sjálft titillagið, stuðningslag íslenska landsliðsins frá árinu 2003, tvö heil lög um frú Vigdísi Finnbogadóttur, lag tileinkað degi rauða nefsins, fáein hrunlög, sumarsmelli, lög eftir bæði Megas og Magnús Eiríksson, lesbíska ninjasöngva og afar vafasamt lag sem var sérstaklega samið fyrir Landsbankann þegar útrásin var sem svæsnust.
Mamma þarf að Djamma er nýjasta platan þeirra og kom hún út árið 2013. Hún inniheldur þrettán ný lög sem hljómsveitin tók upp í hinu fornfræga hljóðveri Sound Emporium í Nashville, kjörlendi köntrítónlistarinnar. Platan er stútfull af þvottekta sveitatónlist, sem leikin er af þaulreyndum bandarískum tónlistarmönnum, að ógleymdum gítarleikaranum knáa, Guðmundi Péturssyni. Titillag plötunnar er sungið af Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur en það hefur notið mikilla vinsælda og rauk meðal annars fyrirhafnarlítið á topp vinældalista Rásar 2.[heimild vantar]
Smáskífur
Áfram Ísland kemur út árið 2003 og er fótboltalag.
Sof Þú mér Hjá kemur út 2007. Á að höfða til íslenskra táninga.
Ísland, ég elska þig kemur út 2007 ásamt Gömlum Fóstbræðrum. Lagið er innblásinn ættjarðarsöngur ætlaður íslenskri þjóð á ögurstund. Má segja að verkið sé eins kyns óformlegt umhverfismat Baggalúts og er því ætlað að endurspegla gengdarlausa ást og umhyggju fyrir jafnt landi, tungu og þjóð. Karlakórinn Gamlir Fóstbræður söng laglínuna með tenórröddu.
Þjóðhátíð 93' kemur út 2008. Lagið er eftir Braga Valdimar Skúlason og Guðmund Pálsson. Textinn er eftir Braga, en hann er byggður á raunverulegum atburðum. Guðmundur syngur það.
Þetta er Búið kom út árið 2009. Lagið lýsir samfélaginu eins og það var við útgáfu lagsins.
Saman við á Ný kemur út 2009. Textinn er byggður á nýfundnu kvæði dægurskáldsins Jónasar Hallgrímssonar saman vér hér á ný.
Gærkvöldið, kemur út 2010. Lagið er óður til glataðra minninga um móðukenndan gleðskap góðærisins og er sungið af borgarbúanum Guðmundi Pálssyni og Karli Sigurðssyni. Lag og texti eru eftir Braga Valdimar Skúlason.
Skaupið kemur út 2011. Lagið er erlent en textinn íslenskur. Lagið er áramótalag um skaupið.
Lesbískar ninjavampírur á flótta kemur einnig út 2011. Lagið sver sig í ætt við norðuramerískt iðnaðarglys frá upphafi 9. áratugs síðustu aldar og skartar afar vönduðum gítareinleik Guðmundar Péturssonar. Sungið af tenórnum Guðmundur Pálsson og rokksöngvaranum Andra Frey Viðarssyni.
Ónáðið Ekki kemur út árið 2011. Það er samið sérstaklega fyrir sýninguna Nei ráðherra í Borgarleikhúsinu. Lagið syngja saman hinn gamalgróni Baggalútstenór, Guðmundur Pálsson og ungstirnið Fríða Dís úr Klassart. Lag og texti eru eftir Braga Valdimar Skúlason, en það fjallar um hvers kyns dægrastyttingu sem fólk tekur upp á þegar það lokar sig af á hótelhergergi búið helstu nútímaþægindum.
Heims Um Bóleró kemur út 2012 og er jólalag.
Mamma Þarf Að Djamma kemur út 2013 og er sungið af Jóhönnu Guðrúnu.
Allt og Ég fell bara fyrir flugfreyjum koma einnig út árið 2013.
Bækur
Fyrsta bókin sem þeir gefa út heitir Sannleikurinn um Ísland og kom út árið 2004.
„Við höfum alltaf titlað okkur Útgáfufélag Baggalúts þannig að nú verðum við að drullast til að gefa eitthvað út,"
segir Bragi. Í þessu riti úr smiðju Baggalúts er dregin upp einstæð en um leið uggvænleg mynd af Íslandi og Íslandssögunni. Hér er að finna síamstvíburana í Æðey, Viðeyjardónann, Félag eldri borgara, úlfaldana á Vatnsleysuströnd, Íslendingasögurnar, lesbíuna í Sandey, Brúðubílinn, Papana, hverarefinn, Fjallkonuna, ríkisskattstjóra, marhnútamanninn og ótal margt annað.
Næsta bók þeirra og sú nýjasta heitir Riddararaddir, en Baggalútur hefur um árabil lagt metnað sinn í að safna íslenskum samhverfum, sem eru orð og setningar sem lesa má jafnt afturábak og áfram. Í þessari bók má sjá úrval þeirra, m.a. riddararaddir, raksápupáskar, apar hrapa, amma sá afa káfa af ákafa á Samma o.fl. Bókin markar upphaf útgáfu Vísdómsrita Baggalúts. Listamaðurinn Bobby Breiðholt myndskreytir hverja samhverfu og Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði við HÍ, ritar formála.
Útgefið efni
Breiðskífur
2005: Pabbi þarf að vinna
2006: Aparnir í Eden
2006: Jól og blíða
2008: Nýjasta nýtt
2009: Sólskinið í Dakota
2010: Næstu jól
2010: Síðustu jól - Jólatónleikar Baggalúts 2009
2011: Áfram Ísland!
2011: Crazy Fast Icelandic Banjo Picking Frenzy
2013: Mamma þarf að djamma
2015: Jólaland
Stökur
2001: „Gleðileg jól“
2003: „Áfram Ísland“
2004: „Kósíheit par exelans“
2005: „Pabbi þarf að vinna í nótt“
2005: „Sagan af Jesúsi“
2006: „Allt fyrir mig“
2006: „Gamlárspartý“
2007: „Sof þú mér hjá“
2007: „Ísland, ég elska þig“
2008: "Kósíkvöld í kvöld“
2008: „Þjóðhátíð '93“
2008: „Það koma vonandi jól“
2009: „Saman við á ný“
2009: "Þetta er búið“
2010: „Gærkvöldið“
2011: „Ónáðið ekki“
2011: „Lesbískar ninjavampírur á flótta“
2012: „Heims um bóleró“
2013: „Mamma þarf að djamma“ (with Jóhanna Guðrún)