Valgeir Guðjónsson (f. 23. janúar 1952) er íslenskur tónlistarmaður, tónskáld og textahöfundur. Valgeir var meðal stofnenda Stuðmanna 1974-1988 og Spilverks þjóðanna 1975-1979.
Sólóferill
Fyrsta plata Valgeirs á sólóferlinum hans var platan Góðir Íslendingar árið 1988. Síðan hefur hann gefið út um það bil 12 breið-og smáskífur. Þær eru eftirfarandi:
Breiðskífur:
1988: Góðir Íslendingar.
1988: Sannar sögur. Lög eftir Valgeir Guðjónsson (safnplata)
1989: Góðir áheyrendur.
1991: Gaia (með Gaia)
1998: Stikkfrí (tónlist úr samnefndri kvikmynd)
2002: Fugl dagsins.
2002: Skellir og smellir.
2003: Fuglar tímans (með Diddú)
2012: Spilaðu lag fyrir mig (safnplata)
Smáskífur:
2021: Þjóðvegur no 1.
2021: Góðan dag og gleðileg jól! (með Va)
2021: Kveiktu á ljósi.
2021: Biðjum um frið.
Tenglar