Hann var afkomandi Tímúrs í móðurætt og Djengis Khan í gegnum föður sinn. Hann fæddist í Ferghana, sem nú er í Úsbekistan, og varð foringi yfir því svæði aðeins tólf ára að aldri eftir að faðir hans dó. Ættbálkur hans hafði bæði persnesk og tyrkísk einkenni og aðhylltist Íslamstrú.