Veturinn var kallaður áttadagsvetur því að á áttadag jóla (nýársdag) hófst harðindakafli sem stóð allt til vors með miklum snjóum og frosthörkum, svo að hestar frusu í hel standandi að sögn Biskupaannála. Einkum fór Grímsnes illa út úr þessum vetri.
Þýski bartskerinn Lassarus Mattheusson (Skáneyjar-Lassi) kom til Íslands til að lækna sárasótt, sem þá hafði borist til landsins. Hann giftist svo íslenskri konu og ílentist á Íslandi.