Hann var af mongólskum hirðingjaættbálki, Barlas, sem tekið hafði upp tyrkíska tungu og siði. Hann sóttist eftir endurreisn Mongólaveldisins sem hafði brotnað upp í mörg minni ríki á 13. öld. Tímúr var líka kunnugur persneskri menningu og í flestum þeim löndum sem hann lagði undir sig var persneska stjórnsýslumál.
Veldi hans leystist að miklu leyti upp eftir lát hans, en afkomendur hans ríktu áfram í Samarkand. Einn þessara afkomenda stofnaði síðar Mógúlveldið á Indlandi.