Arkiv for nordisk filologi var fyrsta tímaritið, sem eingöngu var helgað norrænni textafræði, með rannsóknum á norrænum tungumálum og bókmenntum fyrri alda. Hugmyndin að tímaritinu kom fram á öðru þingi norrænna textafræðinga, 1881. Fjögur fyrstu bindin komu út á árunum 1883–1888 í Kristjaníu, og var Gustav Storm þá ritstjóri.
Árið 1889 var tímaritið endurreist í Lundi, undir forystu Axel Kock, sem varð ritstjóri. Var þá nafninu gefið sænskt yfirbragð: Arkiv för nordisk filologi. Tímaritið hefur komið út í Lundi til þessa dags. Ritstjórar hafa verið:
Þegar Axel Kock lét af ritstjórn 1929, kom út sérstakt heiðursrit til að minnast framlags hans til fræðanna. Tímaritið er nú gefið út með styrk frá Axel Kocks fond för nordisk filologi.
Fyrstu áratugina birtist í ritinu talsvert af greinum eftir íslenska fræðimenn. Á síðustu árum hefur tímaritið færst meira yfir í það að vera vettvangur sænskra textafræðinga, enda hefur fjölgað tímaritum á þessu sviði. Meðal þeirra eru:
Tenglar