Anna SigurðardóttirAnna Sigurðardóttir (f. 5. desember 1908, d. 3. janúar 1996) var stofnandi og forstöðumaður Kvennasögusafns Íslands. Anna fæddist á Hvítárbakka í Borgarfirði og lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Anna tók virkan þátt í starfi kvenfélaga og lagði kvennabaráttunni lið með margvíslegum hætti en þann 1. janúar árið 1975 stofnaði hún Kvennasögusafn Íslands og veitti safninu forstöðu meðan hún lifði. Safnið var lengi rekið á heimili Önnu á Hjarðarhaga í Reykjavík en opnaði í Þjóðarbókhlöðunni sama ár og Anna lést. Anna Sigurðardóttir var gerð að heiðursdoktor við Háskóla Íslands árið 1986, fyrst íslenskra kvenna, fyrir brautryðjendastarf í íslenskum kvennarannsóknum.[1] Anna ritaði tvær bækur Vinna kvenna í 1100 ár (1985) og Allt hafði annan róm áður í páfadóm (1988).[2] Tilvísanir
Tenglar
|