Aníta varð heims- og Evrópumeistari í 800 metra hlaupi ungmenna með aðeins sex daga millibili í júlí 2013 og bætti Norðurlandameistaratitli í safnið tæpum mánuði síðar. Hún vann 800 m hlaupið á heimsmeistaramóti 17 ára og yngri í Donetsk í Úkraínu14. júlí 2013[1], 20. júlí 2013 var hún hlutskörpust í sömu grein á Evrópumóti 19 ára og yngri í Rieti á Ítalíu[2] og 17. ágúst sigraði hún örugglega í sömu grein á Norðurlandamóti 19 ára og yngri í Espoo í Finnlandi[3]. Aníta bætti eigið Íslandsmet þegar hún hljóp 800 metra á 2:00,49 mínútum á ungmennamóti í Mannheim í Þýskalandi30. júní 2013[4]. Þann 17.ágúst 2016 bætti hún síðan Íslandsmetið aftur á Ólympíleikunum í Ríó. Það var bæting um þrjátíu og fimm sekúndubrot og var tíminn 2:00´14.
Viðurkenningar
Í kjölfar góðs árangurs á íþróttamótum hefur Aníta fengið ýmsar viðurkenningar.