Afríkukeppni karla í knattspyrnu 1978 fór fram í Gana 5. til 16. mars. Það var 11. Afríkukeppnin og lauk með því að heimamenn urðu meistarar í þriðja sinn eftir 2:0 sigur á Úganda í úrslitum.
Efri-Volta komst í fyrsta sinn í úrslitakeppnina, án þess að vinna leik. Liðið tapaði í fyrstu umferð fyrir Fílabeinsströndinni sem mætti Malí í næstu umferð. Báðum liðum var vikið úr keppni í kjölfarið, Fílabeinsströndinni fyrir að nota ólöglegan leikmann og Malí eftir að öryggisverðir landsliðsins veittust að dómaratríói í leikslok. Efri-Voltu var því boðið sætið í úrslitakeppninni.
Leik var hætt í stöðunni 1:1 þegar leikmenn Túnis gengu af velli í mótmælaskyni. Nígeríu var dæmdur 2:0 sigur og Túnis sett í keppnisbann á næsta móti.