Nígeríska karlalandsliðið í knattspyrnu er fulltrúi Nígeríu í knattspyrnu. Liðinu er stjórnað af Nígeríska knattspyrnusambandinu, það lék sinn fyrsta leik sinn árið 1949.
Liðið hefur tekið fimm sinnum þátt í heimsmeistarakeppninni á árunum 1994 til 2014. Að auki hefur það unnið Afríska fótboltabikarinn þrisvar og unnið Ólympíuleikana árið 1996.
Saga
Eftir að hafa spilað við aðrar nýlendur í óopinberum leikjum síðan á fjórða áratugnum, lék Nígería sinn fyrsta opinbera leik sinn í október árið 1949, þá var það enn bresk nýlenda. Liðið spilaði upphitunarleiki á Englandi gegn ýmsum áhugamannaliðum. Nígeríumönnum tókst að vinna Ólympíuleikana árið 1996 í Atlanta í Bandaríkjunum, þar sem þeir slóu út Mexíkó, Brasilíu og Argentínu á leiðinni.
Treyjur og merki
Nígeríumenn hafa í gegnum tíðina spilað í grænum treyjum með hvítum númerum á bakinu, úti búningarnir eru yfirleitt hvítir, í samræmi við nígerísku fánalitina. í gegnum tíðina hafa búningarnir verið mjög fjölbreyttir í ólíkum grænum tónum og ólíkir í formi. Þeir spila núna í Nike búningum.
Árangur á stórmótum
Nígeríumenn hafa ekki komist eins langt á HM , en þeir hafa aftur á móti þrisvar sinnum unnið Afríkubikarinn þar af árið 1980 á heimavelli.