Árið 1964 var Íslandsmótið í knattspyrnu haldið í 53. skipti. Keflavík vann sinn 1. titil. Sex lið tóku þátt; KR, Fram, Þróttur, ÍA, Valur og Keflavík.
Útskýringar: L = Leikir spilaðir, U = Leikir sigraðir, J = Leikir sem lauk með jafntefli, T = Tapaðir leikir, Sk = Mörk skorðuð, Fe = Mörk fengin á sig, Mm = Markamunur
Umspil um fall
Þar sem Þróttur og Fram voru neðst og jöfn að stigum eftir 10 umferðir og spiluðu þau um hvaða lið félli.
Markaskorarar: Sigurþór Jakobsson, Gunnar Felixson, 2 sjálfsmörk
Fróðleikur
Í leik Vals og Keflavíkur á Laugardalsvelli skoraði Jón Jóhannsson Keflvíkingur mark fótbrotinn, í 4-1 sigri sinna manna. Jón var frá keppni 2 mánuði eftir atvikið.
4120 manns sáu leik KR og Keflavíkur, sem endaði 1-1 í Keflavík, í aðsóknarmesta leik sumarsins.
Rúnar Júlíusson lék stórt hlutverk í liði Keflvíkinga sem vann sinn 1. titil þetta ár.
Keflvíkingar skoruðu tvö mörk á sömu mínútunni (60. mínútu) gegn Þrótti og tryggðu sér sigur 2-1.
Eyleifur Hafsteinsson varð markakóngur með Skagamönnum á sínu fyrsta keppnisári með liðinu.