Þorsteinn frá Hamri

Þorsteinn frá Hamri (fæddur 15. mars 1938, dáinn 28. janúar 2018) (skírður Þorsteinn Jónsson) var íslenskt ljóðskáld og rithöfundur. Hann var tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fimm sinnum.

Eftir að hafa tekið landspróf í Reykholtsskóla fluttist hann til Reykjavíkur og hóf nám í Kennaraskólanum, en hætti eftir tvo vetur. Þorsteinn vann síðar sem aðstoðarbókavörður á Bókasafni Kópavogs. Barnabarn hans er knattspyrnumaðurinn Jón Daði Böðvarsson.

Verðlaun og viðurkenningar

  • 1962 - Rithöfundsjóður Ríkisútvarpsins
  • 1968 - Viðurkenning úr Minningarsjóði Ara Jósefssonar
  • 1981 - Barnabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur: Gestir í gamla trénu (fyrir þýðingu).
  • 1981 - Menningarverðlaun DV í bókmenntum: Haust í Skírisskógi
  • 1991 - Stílverðlaun Þórbergs Þórðarsonar
  • 1992 - Íslensku bókmenntaverðlaunin: Sæfarinn sofandi
  • 1996 - Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir ritstörf
  • 1997 - Heiðursstyrkur úr Menningar- og styrktarsjóði SPRON
  • 2001 - Heiðurslaun Alþingis
  • 2004 - Lóð á vogarskál íslenskra bókmennta, verðlaun veitt af Félagi starfsfólks bókaverslana
  • 2004 - Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar
  • 2006 - Heiðursfélagi í Rithöfundasambandi Íslands
  • 2009 - Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar

Tilnefningar

  • 1972 - Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: Himinbjargarsaga eða Skógardraumur
  • 1979 - Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: Fiðrið úr sæng Daladrottningar
  • 1984 - Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: Spjótalög á spegil
  • 1992 - Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: Vatns götur og blóðs
  • 1995 - Íslensku bókmenntaverðlaunin: Það talar í trjánum
  • 1999 - Íslensku bókmenntaverðlaunin: Meðan þú vaktir
  • 2015 - Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: Skessukatlar

Tengt efni

Heimildir

Tenglar

Verk Þorsteins á netinu