Þórunn Egilsdóttir

Þórunn Egilsdóttir
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
2013 2021  Norðaustur  Framsóknarfl.
Persónulegar upplýsingar
Fædd23. nóvember 1964(1964-11-23)
Reykjavík
Látin9. júlí 2021 (56 ára)
StjórnmálaflokkurFramsóknarflokkurinn
MakiFriðbjörn Haukur Guðmundsson
BörnKristjana Louise, Guðmundur og Hekla Karen
Æviágrip á vef Alþingis

Þórunn Egilsdóttir (f. 23. nóvember 1964, d. 9. júlí 2021) var þingkona Framsóknarflokksins.

Nám og fyrri störf

Þórunn lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1984 og útskrifaðist sem kennari frá Kennaraháskóla Íslands árið 1989. Hún var sauðfjárbóndi frá 1986 til dánardags, var grunnskólakennari 1999–2008 og oddviti Vopnafjarðarhrepps 2010-2013.

Hún var kosin á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn í Norðausturkjördæmi árið 2013.

Þórunn lést árið 2021 úr krabbameini.

  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.