Þorgrímur Þórðarson

Þorgrímur Þórðarson (f. 17. desember 1859, d. 5. júlí 1933) var íslenskur læknir, fæddur í Vigfúsarkoti við Vesturgötu í Reykjavík og dó í Reykjavík.

Hann lauk stúdentsprófi frá Latínuskólanum árið 1880 og læknisfræðiprófi frá Læknaskólanum árið 1884. Hann stundaði framhaldsnám í Kaupmannahöfn á árunum 1884–1885. Þorgrímur var héraðslæknir í Austur-Skaftafellssýslu á árunum 1886–1905 og í Keflavík til 1929. Þorgrímur var Alþingismaður Austur-Skaftfellinga 1902–1908. Í janúar 1908 var Sparisjóður Keflavíkur stofnaður á heimili Þorgríms og Jóhönnu í Norðfjörðshúsinu.[1]

Tenglar

Heimildir

  1. SparKef 100 ára. 1907-2007. Faxi 4. tbl. 67. árg. 2007
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.