Þorgrímur Þórðarson (f. 17. desember 1859, d. 5. júlí 1933) var íslenskur læknir, fæddur í Vigfúsarkoti við Vesturgötu í Reykjavík og dó í Reykjavík.
Hann lauk stúdentsprófi frá Latínuskólanum árið 1880 og læknisfræðiprófi frá Læknaskólanum árið 1884. Hann stundaði framhaldsnám í Kaupmannahöfn á árunum 1884–1885. Þorgrímur var héraðslæknir í Austur-Skaftafellssýslu á árunum 1886–1905 og í Keflavík til 1929. Þorgrímur var Alþingismaður Austur-Skaftfellinga 1902–1908. Í janúar 1908 var Sparisjóður Keflavíkur stofnaður á heimili Þorgríms og Jóhönnu í Norðfjörðshúsinu.[1]
Tenglar
- Freyja Jónsdóttir, Húsin í bænum. Hafnargata 6, Keflavík, Norðfjörðshús. Dagur. 29. nóv.1997. Íslendingaþættir, blað 3, s. VI
- Hjalti Jónsson, Þorgrímur Þórðarson héraðslæknir, Borgum, Austur- Skaftafellssýslu. Faxi, 26. árg, 1. tbl. 1966, s. 4–5., 2. tbl. s. 21–23 og 3. tbl. s. 38–40.
- SparKef 100 ára. Geymt 19 apríl 2016 í Wayback Machine 1907-2007. Faxi 4. tbl. 67. árg. 2007
- Æviágrip Þorgríms Þórðarsonar á vef Alþingis.
Heimildir
- ↑ SparKef 100 ára. 1907-2007. Faxi 4. tbl. 67. árg. 2007