Ólafur Karl Óskar Túbalsson, betur þekktur sem Ólafur Túbals (13. júlí 1897 – 27. mars 1964) var íslenskur myndlistarmaður, gestgjafi og bóndi að Múlakoti í Fljótshlíð.
Ólafur var sonur hjónanna Túbals Magnússonar og Guðbjargar Þorleifsdóttur, en hún ræktaði landsfrægan lystigarð í Múlakoti. Ólafur fékk fyrstu tilsögn í myndlist hjá Ásgrími Jónssyni. Hann var við nám við Konunglega listaháskólann í Kaupmannahöfn árið 1928–1929. Margir vinir Ólafs dvöldu meðal listamanna í Múlakoti á sumrin, þar á meðal Gunnlaugur Scheving, Jón Engilberts, Kristín Jónsdóttir og Júlíana Sveinsdóttir. Ólafur var leiðsögumaður danska listmálarans Johannes Larsen sem ferðaðist um Ísland sumurin 1927 og 1930.
Heimildir