Vivien Leigh

Vivien Leigh
Kyrrmynd af Vivien á fyrri hluta 5. áratugar 20. aldar.
Kyrrmynd af Vivien á fyrri hluta 5. áratugar 20. aldar.
Upplýsingar
Fædd5. nóvember 1913(1913-11-05)
Dáin7. júlí 1967 (53 ára)
Helstu hlutverk
Scarlett O'Hara í Gone With the Wind
Blanche DuBois í A Streetcar Named Desire

Vivian Leigh einnig þekkt sem Lady Olivier (5. nóvember, 19137. júlí, 1967) var fræg ensk leikkona.[1] Hún fékk tvenn Óskarsverðlaun á ferli sínum, sinn fyrri fyrir leik sinn sem Scarlett O'Hara í Gone with the Wind og þann seinni fyrir leik sinn sem Blance DuBois í myndinni A Streetcar Named Desire sem að var hlutverk sem að hún hafði einnig leikið í leikhúsi í London.

Á meðan að hún var á lífi lék hún oft á móti eiginmanni sínum Laurence Olivier sem að leikstýrði mörgum myndum með henni. Hlutverk hennar voru mismunandi og teygðu sig frá verkum William Shakespeare til ævisögu Kleópötru.

Hún var fræg fyrir fegurð hennar, en Vivien fannst það koma í veg fyrir að vera tekinn alvarlega sem leikkona. Hún kljáðist einni við slæma heilsu og hún var einnig með sinnisveiki sem að orsakaði stöðugar geðsveiflur hjá henni.[2] Hún varð fræg fyrir að vera erfið að vinna með og það leið oft langur tími á milli hlutverka hjá henni. Snemma á fimmta áratugi 20. aldar var hún greind með berkla sem að fylgdu henni í yfir tuttugu ár þangað til að hún dó úr þeim árið 1967.

Æska

Vivian Mary Hartley fæddist í borginni Darjeeling í bresku nýlendunni í Indlandi til hjónanna Gertrude Robinson Yackje og Ernest Hartley sem að var enskur liðsforingi í indverska riddaraliðinu. Foreldrar hennar höfðu gifst árið áður og bjuggu í Darjeeling fyrstu fimm ár æfi hennar. Þá flutti faðir hennar til borgarinnar Bangalore en Vivien og móðir hennar fóru til Ootacamund. Frá því að hún var ungabarn langaði Vivien að verða leikkona og þó að móðir hennar hafði reynt að kveikja hjá henni áhuga í bókmenntun með því að láta hana lesa sögur H. C. Andersen og Lewis Carroll en ekkert bældi niður áhuga hennar á leiklistinni. Þegar að hún var sex ára var hún send í skóla í klaustri í London sem að var hefð fyrir betri stúlkur í Englandi. Þar hitti hún aðra stelpu sem að varð seinna önnur stór leikkona, Maureen O'Sullivan og þær töluðu oft saman um hversu mikið þær þráðu að verða leikkonur. [3]

Hlutverkalisti

Kvikmyndahlutverk
Ár Kvikmynd Hlutverk Leikstjóri Aðrir aðalleikarar
1935 The Village Squire Rose Venables Reginald Denham David Horne og Leslie Perrins
1935 Things Are Looking Up Nemandi Albert de Corville Cicely Courtneidge
1935 Look Up and Laugh Marjorie Belfer Basil Dean Gracie Fields
1935 Gentlemen's Agreement Phil Stanley George Pearson Frederick Peisley og Anthony Holles
1937 Fire Over England Cynthia William K. Howard Flora Robson, Raymond Massey, og Laurence Olivier
1937 Dark Journey Madeleine Goddard Victor Saville Conrad Veidt
1937 Storm in a Teacup Victoria Gow Ian Dalrymple og Victor Saville Rex Harrison, Cecil Parker og Sara Allgood
1938 A Yank at Oxford Elsa Craddock Jack Conway Robert Taylor, Lionel Barrymore,
Maureen O'Sullivan og Edmund Gwenn
1938 Sidewalks of London Libby Tim Whelan Charles Laughton og Rex Harrison
1939 Gone with the Wind Scarlett O'Hara Victor Fleming Clark Gable, Leslie Howard og Olivia de Havilland
1940
(tekin upp árið 1937)
21 Days Wanda Basil Dean Laurence Olivier
1940 Waterloo Bridge Myra Mervyn LeRoy Robert Taylor, Lucile Watson og Virginia Field
1941 That Hamilton Woman Emma Hamilton Alexander Korda Laurence Olivier, Alan Mowbray, Sara Allgood og Gladys Cooper
1945 Caesar and Cleopatra Kleópatra 7. Gabriel Pascal Claude Rains, Stewart Granger og Flora Robson
1948 Anna Karenina Anna Karenina Julien Duvivier Ralph Richardson
1951 A Streetcar Named Desire Blanche DuBois Elia Kazan Marlon Brando, Kim Hunter og Karl Malden
1955 The Deep Blue Sea Hester Collyer Anatole Litvak Kenneth More
1961 The Roman Spring of Mrs. Stone Karen Stone José Quintero Warren Beatty og Lotte Lenya
1965 Ship of Fools Mary Treadwell Stanley Kramer Simone Signoret, José Ferrer og Lee Marvin

Heimildir

  1. Dánartilkinning, Variety, 12. júlí 1967, bls. 63
  2. Olivier, Laurence, e. Confessions Of an Actor, Simon and Schuster, 1982, ISBN 0-14-006888-0 bls. 174
  3. Edwards, Anne. Vivien Leigh, A Biography, Coronet Books, 1978 útgáfa.