Vilborg Halldórsdóttir (f. 18. júní 1957) er íslensk leikkona. Hún hefur einnig unnið við skriftir og hefur m.a. þýtt ítalskt leikrit. Hún samdi textann við þekkt lag eiginmanns síns og söngvara Helga Björnssonar, Húsið og ég (mér finnst rigningin góð). Á sumrin vinnur hún sem leiðsögumaður, bæði í hesta- og rútuferðum.
Vilborg ólst upp í Kópavogi hjá foreldrum sínum Jóhönnu Guðmundsdóttur og Halldóri Magnússyni. Hún á tvær systur. Vilborg lærði í Kvennaskólanum í Reykjavík þegar hann var enn gagnfræðaskóli og fór síðan í Menntaskólann í Reykjavík. Vilborg er einnig útskrifuð úr Leiklistarskóla Íslands. Á seinni árum fór hún í Háskóla Íslands og lærði ítölsku og heimspeki.
Vilborg býr nú í Þingholtunum með eiginmanni sínum Helga Björnssyni. Vilborg og Helgi eiga saman þrjú börn.
Ferill í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum
Tengill