Fjórða þáttaröð bandaríska gamanþáttarins Vampírubaninn Buffy fór af stað þann 5. október 1999 og kláraðist 23. maí 2000. Þættirnir voru 22 og hver þáttur var að meðaltali 42 mínútur að lengd.
Söguþráður
Í fjórðu þáttaröðinni byrja Buffy, Willow og Oz í Sunnydale-deild UCLA-háskólans (Cordelia flutti til L.A.) á meðan fer Xander á vinnumarkaðinn og byrjar með Önyu. Giles er atvinnulaus eftir að skólinn var sprengdur í loft upp. Spike kemur aftur til Sunnydale til að reyna að drepa Buffy og er byrjaður með Harmony Kendall, bestu vinkonu Cordeliu, sem breyttist í vampíru í endanum á þriðju þáttaröð. En háskólalífið er erfitt fyrir Buffy vegna skyldum sínum sem vampírubanninn. Á meðan gengur Willow frábærlega (nú er manni ekki strítt fyrir að vera gáfaður) og Oz er fljótur að eignast nýja vini. Xander er sífellt að skipta um vinnu. Buffy og Willow skrá sig saman í sálfræði sem er kennd af Maggie Walsh prófessor og verður Buffy skotin í aðstoðarkennaranum Rily Finn (Marc Blucas).
Samband Willows og Oz endar þegar Oz óttast að hann geti ekki haft stjórn á varúlfahliðinni í sér og yfirgefur Sunnydale. Willow fellur í þunglyndi. Spike er síðan fangaður af einhverskonar hermönnum sem laumast um skólalóðina. Í ljós kemur að þeir eru hluti af djöflaföngunarverkefni fyrir ríkisstjórnina sem kallast "The Initiative" og er verkefnið leitt af Maggie Walsh og Riley er einn af hermönnunum. Buffy og Riley vilja byrja saman en vita ekki hvort sambandið muni ganga upp út af leynilífum þeirra (Buffy veit ekki að Riley er einn af hermönnunum og Riley veit ekki að Buffy er vampírubanninn).
Spike tekst að sleppa frá The Initiative en kemst að því þeir settu tölvukubb í heilann á honum sem veldur honum gífurlegum sársauka ef hann reynir að meiða/ráðast á mannverur. Spike leitar athvarfs hjá Giles og Skúbí-genginu.
Eftir að hafa jafnað sig smá yfir sambandssliti sínu við Oz gengur Willow í Wicca-grúppu í háskólanum og kynnist feimnu norninni Töru Maclay (Amber Benson) og verða þær vinir. Samband þeirra breytist seinna í ástarsamband. Buffy og Riley komast að leyndarmáli hvors annars og ákveða þau eftir smáefasemdir að reyna byrja saman. Riley kynnir Initiative-liðinu fyrir Buffy en Walsh er ekki sérlega sátt við að hafa þar og óttast að Buffy gæti komist að leyniverkefninu sýnu mann-djöful-vélverunni Adam (Georgehertz), sem er nokkurskonar Frankenstein-skrímsli búið til úr pörtum af mönnum, djöflum og vélum.
Walsh ákveður að leiða Buffy í gildru og drepa hana en það mistekst og Buffy segist ætla láta Walsh finna fyrir því. Walsh ákveður að gangsetja Adam en hann drepur hana og sleppur. Adam ætlar sér að búa til her af "fullkomnum" lífverum: með gáfur og aðlögunarhæfni manna; grimmd og styrk djöfla; og tilfinningarleysi véla. Adam fær vampírur og aðra djöfla í lið með sér og fær þá til að leyfa Initiative að fanga sig.
Á meðan Adam gengur laus, vaknar Faith úr dáinu og kemst að því að Buffy hefur drepið bæjarstjórann. Faith finnur töfragrip frá bæjarstjóranum sem gerir henni kleif að skipta líkama við Buffy. Buffy í líkama Faith er handtekin af Varðaráðinu og Faith í líkama Buffy-ar lifir lífinu með vinum hennar og sefur hjá Riley. Tara og Willow komast að því að eitthvað er Buffy og framkvæma galdur sem gerir þeim kleift að finna alvöru Buffy. Buffy tekst að flýja frá Varðaráðinu og sannfærir Giles að hún sé ekki Faith með því að segja honum frá nýlegum atburðum hjá Skúbí-genginu (og ástarsambandi Giles við Joyce). Tara og Willow útvega Buffy sama galdragrip til að koma Buffy og Faith aftur í líkama sína. Adam sendir vampírur til að halda fólki gíslingu í kirkju og Buffy og Faith koma fólkinu til bjargar. Eftir þær hafa drepið vampírurnar berjast þær hvor við aðra og Buffy notar galdragripinn til að komast aftur í líkamann sinn. Faith sleppur og flýr til L.A. (Hún hittir Angel og hann fær hana til gefa sig fram til yfirvalda fyrir morðið í þriðju þáttaröð).
Oz kemur skyndilega aftur og hefur lært að stjórna varúlfabreytingunni. En þegar hann kemst að ástarsambandi Willow og Töru breytist hann í varúlf að degi til og er handsamaður af Initiative. Riley reynir hjálpa honum að sleppa en er sjálfur handsamaður. Buffy og Skúbí-gengið bjarga Oz og Riley og Riley hættir hjá Initiative. Oz sættir sig við ástarsamband Willow og Töru og yfirgefur Sunnydale aftur.
Adam fær Spike í lið með sér og lofar honum að hann muni fjarlægja tölvukubbinn ef hann hjálpi sér. Adam lætur Spike "afhenda" Willow kóðaða diska sem eiga innihalda upplýsingar um sig. Síðan lætur hann Spike sundra Skúbí-genginu svo að Buffy verði einsömul þegar hún reynir að stöðva sig. Spike sannfærir Giles um að Buffy telji hann óþarfi vegna þess að hann er ekki vörðurinn hennar lengur; Xander að Willow og Buffy telji hann heimskan fyrir að hafa ekki komist í háskóla; og Willow að Buffy sé ósátt við ástarsamband hennar og Töru. Buffy fattar hvað Spike er að bralla og gengið sættist.
Skyndilega afkóðast diskarnir sem Willow fékk að sjálfsdáðum og þau komast að leynilegri rannsóknar stofu sem Adam notar og að hann sé með plútónkjarna sem knýr hann áfram.
Þættir
Titill
|
Sýnt í U.S.A.
|
#
|
„The Freshman“ |
5. október 1999 |
57 – 401
|
Höfundur & leikstjóri: Joss Whedon
|
|
„Living Conditions“ |
12. október 1999 |
58 – 402
|
Höfundur: Marti Noxon, Leikstjóri: David Grossman
|
|
„The Harsh Light of Day“ |
19. október 1999 |
59 – 403
|
Höfundur: Jane Espenson, Leikstjóri: James A. Contner
|
|
„Fear Itself“ |
26. október 1999 |
60 – 404
|
Höfundur: David Fury, Leikstjóri: Tucker Gates
|
|
„Beer Bad“ |
2. nóvember 1999 |
61 – 405
|
Höfundur: Tracey Forbes, Leikstjóri: David Solomon
|
|
„Wild at Heart“ |
9. nóvember 1999 |
62 – 406
|
Höfundur: Marti Noxon, Leikstjóri: David Grossman
|
|
„The Initiative“ |
16. nóvember 1999 |
63 – 407
|
Höfundur: Doug Petrie, Leikstjóri: James A. Contner
|
|
„Pangs“ |
23. nóvember 1999 |
64 – 408
|
Höfundur: Jane Espenson, Leikstjóri: Michael Lange
|
|
„Something Blue“ |
30. nóvember 1999 |
65 – 409
|
Höfundur: Tracey Forbes, Leikstjóri: Nick Marck
|
|
„Hush“ |
14. desember 1999 |
66 – 410
|
Höfundur & leikstjóri: Joss Whedon
|
|
„Doomed“ |
18. janúar 2000 |
67 – 411
|
Höfundar: Marti Noxon, David Fury & Jane Espenson, Leikstjóri: James A. Contner
|
|
„A New Man“ |
25. janúar 2000 |
68 – 412
|
Höfundur: Jane Espenson, Leikstjóri: Michael Gershman
|
|
„The I in Team“ |
8. febrúar 2000 |
69 – 413
|
Höfundur: David Fury, Leikstjóri: James A. Contner
|
|
„Goodbye Iowa“ |
15. febrúar 2000 |
70 – 414
|
Höfundur: Marti Noxon, Leikstjóri: David Solomon
|
|
„This Year's Girl“ |
22. febrúar 2000 |
71 – 415
|
Höfundur: Doug Petrie, Leikstjóri: Michael Gershman
|
|
„Who Are You?“ |
29. febrúar 2000 |
72 – 416
|
Höfundur & leikstjóri: Joss Whedon
|
|
„Superstar“ |
4. apríl 2000 |
73 – 417
|
Höfundur: Jane Espenson, Leikstjóri: David Grossman
|
|
„Where the Wild Things Are“ |
25. apríl 2000 |
74 – 418
|
Höfundur: Tracey Forbes, Leikstjóri: David Solomon
|
|
„New Moon Rising“ |
2. maí 2000 |
75 – 419
|
Höfundur: Marti Noxon, Leikstjóri: James A. Contner
|
|
„The Yoko Factor“ |
9. maí 2000 |
76 – 420
|
Höfundur: Doug Petrie, Leikstjóri: David Grossman
|
|
„Primeval“ |
16. maí 2000 |
77 – 421
|
Höfundur: David Fury, Leikstjóri: James A. Contner
|
|
„Restless“ |
23. maí 2000 |
78 – 422
|
Höfundur & leikstjóri: Joss Whedon
|
|