Vampírubaninn Buffy (1. þáttaröð)

Fyrsta þáttaröð bandaríska gamanþáttarins Vampírubanans Buffy fór af stað þann 10. mars 1997 og kláraðist 2. maí 1997. Þættirnir voru 12 og hver þáttur var að meðaltali 42 mínútur að lengd.

Söguþráður

Í fyrstu þáttaröðinni flytur Buffy með móður sinni Joyce frá Los Angeles til smábæjarins Sunnydale í Kaliforníu út af skólavandamálum (Buffy brenndi niður íþróttahöllina til að drepa vampírur). Hún heldur áfram með seinni hluta annars árs síns í Sunnydale. Hún kynnist vinsælu stelpunni Cordelia Chase, en vingast frekar við tölvunördinn Willow Rosenberg og lúðann Xander Harris. Buffy væntist til þess að geta gleymt vampírum og vampírubanakjaftæðinu en allt verður fyrir ekki þegar að nýi bókasafnsvörðurinn er nýi Vörðurinn hennar, Rupert Giles. Giles reynir að fá Buffy til að sætti sig við hlutskipti sín sem vampírubani svo hún geti barist við illu vampíruna sem kallast Meistarinn (Mark Metcalf). Willow og Xander komast að leyndarmáli Buffy og þau hjálpa henni mörgum sinnum að drepa vampírur og saman mynda þau Skúbí-gengið (þess má geta að Sarah Michelle Gellar lék Daphne í Scooby Doo-myndunum). Cordelia reynir hvað sem hún getur til að niðurlægja Buffy þar til Buffy bjargar henni og hún kemst líka að leyndarmálinu. Buffy kynnist svo Angel, dularfullri góðri vampíru sem veitir henni mikilvægar upplýsingar til að berjast við Meistarann og verður hún líka ástfangin af honum. Í ljós kemur að Angel var áður hrottafulla vampíran Angelus (þýð. þessi með andlit engilsins) sem varð fyrir bölvun sígauna sem fól í sér að hann fengi sálina sína aftur og eftir það byrjaði hann að fyrirlita sjálfan sig og aðrar vampírur. Giles kynnist tölvukennaranum Jenny Calendar (Robia LaMorte) og verða þau ástfangin hvort af öðru.

Giles kemst að því að Meistarinn er að reyna að opna Vítismunninn (Hellmouth) sem Sunnydale er byggður á. Vítismunnurinn er samleitnipunktur dulrænna afla og orku. Orkan frá Vítismunninum gerir Meistaranum kleift að ná yfir heiminn. Stóráætlun Meistarins í því verki kemur í ljós í þættinum "Never Kill a Boy on the First Date", þar sem hann fær til hliðar sér þann Smurða (The Anointed One), sem er reyndar bara smákrakki (Andrew J. Ferchland) og samkvæmt fornum spádómi vampíra mun hann leiða vampírubanans í bæli Meistarans og mun Meistarinn drepa hana. Allt þetta rætist í lokaþætti fyrstu þáttaraðarinnar "Prophecy Girl", þar sem Meistarinn drepur Buffy eftir að hinn Smurði leiddi Buffy í bælið hans, en Xander fær Angel til leiða sig í bæli Meistarans og lífgar hann Buffy við með öndunaraðferðinni þar sem Buffy drukknaði. Meistarinn og vampíruherinn hans fara í áttina að skólanum vegna þess að Vítismunnurinn er akkúrat undir bóksafninu. Buffy drepur Meistarann og einungis beinin hans verða eftir. Eftir það fara Buffy og vinir hennar (og Cordelia) á vorlokaballið.

Þættir

Titill Sýnt í U.S.A. #
„Welcome to the Hellmouth (hluti 1)“ 10. mars 1997 1 – 101
Höfundur: Joss Whedon, Leikstjóri: Charles Martin Smith
„The Harvest (hluti 2)“ 10. mars 1997 2 – 102
Höfundur: Joss Whedon, Leikstjóri: John T. Kretchmer
„Witch“ 17. mars 1997 3 – 103
Höfundur: Dana Raston, Leikstjóri: Stephen Cragg
„Teacher's Pet“ 24. mars 1997 4 – 104
Höfundur: David Greenwalt, Leikstjóri: Bruce Seth Green
„Never Kill a Boy on the First Date“ 31. mars 1997 5 – 105
Höfundar: Rob Des Hotel & Dean Batali, Leikstjóri: David Semel
„The Pack“ 7. apríl 1997 6 – 106
Höfundar: Matt Kiene & Joe Reinkemeyer, Leikstjóri: Bruce Seth Green
„Angel“ 14. apríl 1997 7 – 107
Höfundur: David Greenwalt, Leikstjóri: Scott Brazil
„I, Robot... You, Jane“ 28. apríl 1997 8 – 108
Höfundar: Ashley Gable & Thomas A. Swyden, Leikstjóri: Stephen Posey
„The Puppet Show“ 5. maí 1997 9 – 109
Höfundar Rob Des Hotel & Dean Batali: , Leikstjóri: Ellen S. Pressman
„Nightmares“ 12. maí 1997 10 – 110
Saga: Joss Whedon, Handrit: David Greenwalt, Leikstjóri: Bruce Seth Green
„Out of Mind, Out of Sight“ 19. maí 1997 11 – 111
Saga: Joss Whedon, Handrit: Ashley Gable & Thomas A Swyden, Leikstjóri: Reza Badiyi
„Prophecy Girl“ 2. júní 1997 12 – 112
Höfundur og leikstjóri: Joss Whedon