Sígildar sögur með myndum (en oftast stytt í Sígildar sögur) voru myndasögutímarit byggðar á hinum ýmsu heimsbókmenntum Vesturlanda. Einnig voru aðrar frægar sögur gefnar út með sama hætti. Nokkur tölublöð úr ritröðinni voru þýdd á íslensku. Fyrst voru gefin út 26 tölublöð árið 1956-1957, síðan 23 tölublöð á árunum 1987-1989.
Ritröðin hófst árið 1941 hjá útgefandanum Elliot Publishing. Sögurnar hafa síðan verið gefnar út hjá ýmsum útgáfufyrirtækjum. Fyrirtækið First Comics gaf þær út í byrjun tíunda áratugarins, Jack Lake Productions árið 2003 og síðast Papercutz árið 2007.
Íslenskar þýðingar
Íslenskar þýðingar gefnar út 1956-1957
- Lísa í Undralandi
- Ferðin til tunglsins
- Ævintýrið um Kit Carson
- Hamlet
- Daníel Boone
- Innrásin frá Marz
- Lifandi bráð
- William Tell
- Uppreisnin á Bounty
- Leitin að Livingstone
- Mærin frá Orleans
- Davy Crockett
- Ilionskviða
- Rauði ræninginn
- Buffalo Bill
- Verndargripurinn
- Moby Dick
- Prinsinn og betlarinn
- Stikilsberja Finnur
- Æfintýri í undirdjúpum
- Undraeyjan
- Macbeth
- Gulleyjan
- Riddarar hringborðsins
- Odysseifskviða
- Námur Salomons konungs
|
Íslenskar þýðingar gefnar út 1987-1989
- Lísa í Undralandi
- Davy Crockett
- Prinsinn og Betlarinn
- Innrásin frá Mars
- Ævintýrið um Kit Carson
- William Tell
- Ilíonskviða
- Leitin að Livingstone
- Mærin frá Orleans
- Odysseifskviða
- Ævintýri í undirdjúpum
- Skytturnar þrjár
- Stikilsberja-Finnur
- Riddarar hringborðsins
- Undraeyjan
- Lóðsinn
- Námur Salomons Konungs
- Gulleyjan
- Lifandi bráð
- Macbeth
- Rauði ræninginn
- Ferðin til tunglsins
- Hamlet
|